Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Brennuvarga leitað í Vogum
Mánudagur 1. janúar 2007 kl. 23:18

Brennuvarga leitað í Vogum

Lögreglumenn frá Lögreglunni á Suðurnesjum, nýju sameinuðu lögregluembætti Lögreglunnar í Keflavík og Lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, leita nú brennuvarga í Vogum sem fyrr í kvöld kveiktu eld við nýbyggingu við Suðurgötu í Vogum.

Eldur var borinn að timburstæðu sem stóð í björtu báli þegar að var komið.

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað á staðinn til að slökkva eldinn sem var talsverður í stæðu af nýju þaksperruefni.

Skamma stund tók að slökkva eldinn en taka þurfti timburstæðuna í sundur þar sem glóð leyndist inn á milli borða.

Þetta mun vera þriðja íkveikjan í Vogum á skömmum tíma og má ætla að flugeldur hafi verið notaður til að kveikja eldinn í kvöld.

Mynd: Frá slökkvistarfi í Vogum í kvöld.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson - [email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024