Brennur verða með sama hætti í Garði og Sandgerði
Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis samþykkti með átta atkvæðum að áramótabrennur verði með sama hætti og undanfarin ár og mótuð verði stefna um fyrirkomulag hátíðahalda í framtíðinni í samráði við samstarfsaðila. Fulltrúi B-lista var á móti við afgreiðsluna í bæjarstjórn.
Ferða- safna- og menningarráð hafði lagt til að björgunarsveitirnar Sigurvon og Ægir verði fengnar til að sjá saman um brennu og flugeldasýningu. Ráðið leggur til að brennan og flugeldasýningin fari að þessu sinni fram í Garði á sama stað og undanfarin ár þar sem staðsetning og aðstæður eru með besta móti fyrir brennu.
Af því verður ekki núna, heldur verða brennur og sýningar með sama sniði og áður.
Af því verður ekki núna, heldur verða brennur og sýningar með sama sniði og áður.