Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brennur á gamlárskvöld
Áramótabrenna í Garði.
Miðvikudagur 30. desember 2015 kl. 15:31

Brennur á gamlárskvöld

- Áramótabrennur í Vogum, Sandgerði, Garði og Grindavík

Áramótabrennur á gamlársdag á Suðurnesjum verða á eftirfarandi stöðum:

Í Grindavík hefst áramótabrenna á vegum Grindavíkurbæjar og Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar klukkan 20:30 í Bót.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í Sandgerði hefst áramótabrenna á vegum Sandgerðisbæjar og Björgunarsveitarinnar Sigurvonar klukkan 20:00, við Stafnesveg, sunnan íþróttasvæðis Reynis. Flugeldasýning hefst klukkan 20:30.

Í Garði hefst áramótabrenna á vegum Björgunarsveitarinnar Ægis klukkan 20:30. Brennan verður á gamla malarvellinum við Sandgerðisveg. Sveitarfélagið Garður býður upp á flugeldasýningu við brennuna klukkan 21:00. 

Áramótabrenna á vegum Björgunarsveitarinnar Skyggnis í Vogum hefst klukkan 20:00 norðan megin við íþróttahúsið.