Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 16. október 2000 kl. 21:25

Brenndu sumarhús í Hvassahrauni

Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja eru vanir að slökkva elda. Stundum kemur það fyrir að þeir fara á stjá með bensínbrúsa og eldspýtur.Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja fengu leyfi til að brenna sumarhúsið að Hvassahrauni 10 til kaldra kola í gærdag. Það var gert en áður en húsið varð alelda æfðu menn sig í meðferð slökkvibúnaðar sem byggir á miklum þrýstingi og lítilli vatnsnotkun. Nánar verður fjallað um æfinguna og einstæðar ljósmyndir af vettvangi birtar í Víkurfréttum á fimmtudaginn. Að neðan er það hópur slökkviliðsmanna sem æfðu sig í sumarhúsinu. VF-ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024