Þriðjudagur 13. maí 2008 kl. 21:20
Brenndist af heitri sósu
Starfsmaður á veitingahúsi á Suðurnesjum var fluttur á sjúkrahús undir kvöld eftir að hafa fengið yfir sig heita sósu. Starfsmaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að sárum hans.