Brenndar túttur á Ásbrú
Slökkviliðið var kallað út vegna hugsanlegs eldsvoða í íbúð í fjölbýlishúsi á Ásbrú. Ekki var mikil hætta á ferðum en gúmmítúttur og snuð höfðu brunnið við í potti og fylltist íbúðin því af reyk. Reykræsta þarf íbúðina en að öðru leyti urðu ekki miklar skemmdir á eignum.
Sjá má pottinn neðst til vinstri á myndinni.
VF//Myndir: Eyþór Sæm.