Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breiðþotu lent á Keflavíkurflugvelli: Sprunga í framrúðu
Mánudagur 3. apríl 2006 kl. 09:36

Breiðþotu lent á Keflavíkurflugvelli: Sprunga í framrúðu

Breiðþotu af gerðinni Boeing 767 frá flugfélaginu Max Jet, á leið frá London til New York, var lent á Keflavíkurflugvelli í gærdag eftir að sprunga myndaðist í ytra byrði einnar framrúðu vélarinnar þegar hún var stödd skammt frá landinu.

Flugmennirnir lækkuðu þegar flugið og lentu heilu og höldnu. Ekki var talið hættuástand um borð og var því ekki gripið til sérstakra ráðstafana á vellinum.

Vél frá sama félagi sótti farþegana til Keflavíkur í gærkvöldi, en gert verður biluðu vélina hér. Greint var frá þessu á NFS.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024