Breiðþota í skoðun í Keflavík
Tækniþjónustan á Keflavíkurflugvelli yfirfer nú í fyrsta sinn breiðþotu en þeim hefur hingað til verið flogið út til skoðunar. Þetta er vél af gerðinni 767 200 sem Loftleiðir hafa á leigu ,en hún flaug á milli Ísraels og New York, en mun næst verða staðsett í Portugal.
Þetta er í fyrsta sinn sem svo stór vél er skoðuð hér á landi. Það eru fimm þúsund klukkustundir sem fara í skoðun vélarinnar. Þetta er vandvirknisvinna og fjöldi manna sem kemur að skoðuninni, hátt í áttatíu manns í átta daga. Theódór Brynjólfsson yfirflugvirki segir ITS, sem er dótturfyrirtæki flugleiða, horfa til þess að skoða fleiri svona vélar i framtíðinni. Hann segir alla stóla tekna út, skipt sé um ákvðena hluti, allt eftir fyrirfram ákveðnum leiðum. Stöð 2 greindi frá.