Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bregst við áskorunum í starfsmannamálum með því að greiða fyrir meirapróf
Föstudagur 17. febrúar 2023 kl. 07:05

Bregst við áskorunum í starfsmannamálum með því að greiða fyrir meirapróf

Framkvæmdir við stækkun húsnæðis Skólamatar í Reykjanesbæ eru langt komnar en fyrirtækið hefur stækkað jafnt og þétt frá stofnun. Starfsmönnum hefur fjölgað að sama skapi og eru nú 165 talsins. Vel hefur gengið að ráða í flest störf en ekki öll og hefur fyrirtækið brugðið á það ráð að greiða meiraprófið fyrir bílstjóra gegn því að viðkomandi skuldibindi sig í starfi í hið minnsta tvö ár.
Fanný S. Axelsdóttir, mannauðs- og starfsmannastjóri Skólamatar.

Fanný S. Axelsdóttir, mannauðs- og starfsmannastjóri Skólamatar, segir að með hröðum vexti komi upp ýmsar áskoranir og þá sérstaklega í starfsmannamálum. „Þetta fyrirkomulag að bjóða umsækjanda styrk eða greiða meiraprófið að fullu er nýjung hjá okkur en við vonum að það skili sér og til okkar komi nýir og kraftmiklir starfsmenn til Skólamatar. Við höfum verið að stækka hratt og opnum á næstu vikum eitt fullkomnasta eldhús landsins með besta tækjabúnaði sem völ er á. Vinnuaðstaða starfsfólks mun batna enn frekar en það hefur verið skýr stefna hjá okkur að huga vel að fólkinu okkar á fjölskylduvænum vinnustað, t.d. með góðum og fyrirsjáanlegum vinnutíma þar sem fólk er búið snemma á daginn og engin kvöld eða helgarvinna,“ segir Fanný.

Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðsfulltrúi Skólamatar á [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024