Brautin opnar á fimmtudag
Fimmtudaginn 29 júlí nk. kl. 15:00 mun samgönguráðherra opna nýjan kafla tvöfaldrar Reykjanesbrautar á Strandarheiði fyrir umferð. Athöfnin fer fram við vesturenda framkvæmdarinnar sem er um 3 km austan afleggjara að Vogum.
Þessi fyrsti áfangi breikkunar Reykjanesbrautar nær frá mörkum Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps og endar um 3 km austan við afleggjarann að Vogum. Nýja brautin er samtals 12,1 km og er þar meðtalin fléttukafli við báða enda.
Framkvæmdin felur í sér gerð nýrrar tveggja akreina akbrautar, tvennra mislægra gatnamóta, færslu á Vatnsleysustrandavegi, gerð um 1 km malarvegar í átt að Höskuldarvöllum auk þess sem öryggissvæði með núverandi akbraut eru lagfærð.
Þessi framkvæmd er fyrsti áfangi breikkunar Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar og eru mörk verkframkvæmdar annars vegar við mörk Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps og hins vegar um 3 km austan Vogavegar. Samtals er nýja brautin 12,1 km þar með talinn fléttukafli við báða enda.
Mislægu gatnamótin eru svokölluð tígulgatnamót þar sem hringtorg sitt hvoru megin Reykjanesbrautar tengja saman að- og fráreinar annars vegar og þverveg undir brautina hins vegar. Byggð er ein brú í hvorri akbraut, þ.e. tvær á hvorum gatnamótum.
Verktakarnir Háfell ehf., Jarðvélar ehf. og Eykt ehf. áttu lægsta tilboð í verkið og hófust handa þann 11. janúar 2003. Í útboðinu var gert ráð fyrir 8,6 km kafla, en vegna hagstæðs tilboðs og hagstæðra aðstæðna við efnisvinnslu var ákveðið að semja við verktakana um 3,5 km viðbót.
Áætlaður kostnaður við tvöföldunina á þessum kafla er 1.127 milljónir kr. og er þar einnig innifalinn kostnaður við hönnun og umhverfismat alla leið út að Reykjanesbæ.
Vegfarendur fagna eflaust þessum merka áfanga í samgöngumálum svæðisins en þó er beðið í ofvæni eftir yfirlýsingu frá Sturlu Böðvarssyni, samgöngumálaráðherra, varðandi framhaldið. Samkvæmt núverandi áætlunum er ekki gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við lokakaflann fyrr en árið 2006, en vonast er til að þeim verði flýtt.
VF-mynd/Atli Már Gylfason
Þessi fyrsti áfangi breikkunar Reykjanesbrautar nær frá mörkum Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps og endar um 3 km austan við afleggjarann að Vogum. Nýja brautin er samtals 12,1 km og er þar meðtalin fléttukafli við báða enda.
Framkvæmdin felur í sér gerð nýrrar tveggja akreina akbrautar, tvennra mislægra gatnamóta, færslu á Vatnsleysustrandavegi, gerð um 1 km malarvegar í átt að Höskuldarvöllum auk þess sem öryggissvæði með núverandi akbraut eru lagfærð.
Þessi framkvæmd er fyrsti áfangi breikkunar Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar og eru mörk verkframkvæmdar annars vegar við mörk Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps og hins vegar um 3 km austan Vogavegar. Samtals er nýja brautin 12,1 km þar með talinn fléttukafli við báða enda.
Mislægu gatnamótin eru svokölluð tígulgatnamót þar sem hringtorg sitt hvoru megin Reykjanesbrautar tengja saman að- og fráreinar annars vegar og þverveg undir brautina hins vegar. Byggð er ein brú í hvorri akbraut, þ.e. tvær á hvorum gatnamótum.
Verktakarnir Háfell ehf., Jarðvélar ehf. og Eykt ehf. áttu lægsta tilboð í verkið og hófust handa þann 11. janúar 2003. Í útboðinu var gert ráð fyrir 8,6 km kafla, en vegna hagstæðs tilboðs og hagstæðra aðstæðna við efnisvinnslu var ákveðið að semja við verktakana um 3,5 km viðbót.
Áætlaður kostnaður við tvöföldunina á þessum kafla er 1.127 milljónir kr. og er þar einnig innifalinn kostnaður við hönnun og umhverfismat alla leið út að Reykjanesbæ.
Vegfarendur fagna eflaust þessum merka áfanga í samgöngumálum svæðisins en þó er beðið í ofvæni eftir yfirlýsingu frá Sturlu Böðvarssyni, samgöngumálaráðherra, varðandi framhaldið. Samkvæmt núverandi áætlunum er ekki gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við lokakaflann fyrr en árið 2006, en vonast er til að þeim verði flýtt.
VF-mynd/Atli Már Gylfason