Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brautarnesti heyrir nú sögunni til
Miðvikudagur 28. október 2015 kl. 15:00

Brautarnesti heyrir nú sögunni til

Byrjað var að rífa elstu sjoppu Suðurnesja, Brautarnesi á Hringbraut í Keflavík, í gær. Reykjanesbær bauð niðurrifið út fyrir nokkru og var lægsta tilboðið 4 millj. kr.

Bílamenning og sjoppur eftirstríðsáranna er hluti af sögu þjóðarinnar á 20. öld. Minjastofnun segir lítið hafi verið hugað að minjum sem tengjast þessari menningu, þær eru flestar horfnar eða eru að hverfa. Húsnæði Brautarnestis hefur mikið sögulegt gildi fyrir Keflavík og væri eftirsjá ef hún hyrfi, segir stofnunin. Minjastofnun Íslands segist styðja eindregið að a.m.k. framhluti hússins verði varðveittur og honum fundið nýtt hlutverk og staður. Skoða átti þann möguleika við niðurrifið og hugsanlega að setja framhliðina upp einhvers staðar í bæjarfélaginu.

Hér er eldri frétt VF frá málinu og sjónvarpsinnslag um Brautarnesti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024