Braut gegn umferðar-, ávana- og fíkniefnalögum
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 25 fyrir ára karlmann í fjögurra mánaða fangelsi skilorðbundið til 3ja ára í kjölfar ákæru Lögreglustjórans á Suðurnesum. Maðurinn braut gegn umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni.
Maðurinn var stöðvaður í júlí í fyrra á bifreið sinni á Vallarheiði og reyndist hann undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá var hann kærður fyrir fíkniefnabrot en hann hafði í fórum sínum tæplega 183 grömm af hassi og 7 grömm af maíhúana, sem ætluð voru til söludreifingar. Einnig fundust efni á manninnum og á heimili hans á Vallarheiði.
Maðurinn á að baki nokkurn sakarferil samkvæmt því sem fram kemur í dómsskjölum og hefur hlotið 11 refsidóma frá árinu 2000 fyrir ýmis konar brot.
Auk skilorðsdómsins var manninum gert að greiða rúmar 224 þúsund krónur í málskostnað auk 167 þúsunda á málsvarnarlaun til verjanda síns.