Braut framhandlegg á lyftingamóti
- og stúlka fór úr axlarlið í fótbolta
Nokkuð hefur verið um slys í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Um helgina slasaðist kona þegar hún var að taka þátt í Evrópumóti í bekkpressu. Hún var að lyfta þegar slysið varð og var talið að hún hefði brotnað á vinstra framhandlegg við úlnlið. Hún var flutt með sjúkrabifreið undir læknis hendur.
Þá fór ung stúlka úr axlarlið þegar hún var við knattspyrnuiðkunn.
Einnig slasaðist ungur drengur þegar hann var að leika sér í hrauninu við Bláa lónið og féll fram fyrir sig ofan í gjótu. Hann meiddist talsvert og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.