Braust inn og stal rándýrum úrum
Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um innbrot í íbúðarhúsnæði í Njarðvík í gær. Hafði verið farið inn um glugga á svölum. Húsráðandi saknaði nokkurra muna þar á meðal heyrnartóla, myndavélar svo og nokkurra sérvalinna úra af gerðinni Rolex, Breitling Bentley og Hugo Boss.
Lögregla hafði upp á manni sem grunur beindist að og var hann með fimm úr í tösku sinni. Hann játaði að hafa stolið þeim en ekki hinum mununum sem saknað var.