Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 17. nóvember 1999 kl. 22:48

BRAUST INN Á ELLIHEIMILI

Ungur maður braust inn á elliheimilið Hvamm við Suðurgötu í Keflavík um síðustu helgi. Íbúar hússins voru í fasta svefni en árvökull íbúi sá til mannsins og gerði lögreglu viðvart. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn búinn að brjóta rúður í hurð á sameign, í eldhúsi og svefnherbergisglugga hjá aldraðri konu. Hann komst inní sameign, hellti þar úr landaflösku og vann skemmdir á ýmsum munum sem þar voru. Maðurinn, sem hefur margsinnis komið við sögu lögeglunnar, var handtekinn og vistaður í fangageymslu um nóttina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024