Mánudagur 26. mars 2012 kl. 12:18
Braust inn, stal og skemmdi
Innbrot í heimahús í Grindavík var tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Rúða hafði verið brotin í svalahurð og óboðinn gestur farið þar inn. Hann hafði haft á brott með sér sjónvarp, auk þess sem búið var að skemma tvo skjái og fleiri tæki á heimilinu. Lögreglan rannsakar málið.