Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brakandi ferskar Víkurfréttir komnar í prentun
Þriðjudagur 22. september 2020 kl. 20:23

Brakandi ferskar Víkurfréttir komnar í prentun

Víkurfréttir eru komnar í prentun en blaðið verður fáanlegt á dreifingarstöðum okkar á Suðurnesjum í fyrramálið. Fyrir ykkur sem viljið lesa Víkurfréttir rafrænt, þá er hægt að lesa blaðið, sem reyndar er bara 24 síður að þessu sinni, hér að neðan.

Efnistök eru fjölbreytt. Elín Rós Bjarnadóttir upplýsir lesendur um broslega uppákomu í skemmtilegu netspjalli sem hún átti við blaðamann Víkurfrétta. Við förum um víðan völl í blaðinu og birtum m.a. myndaopnu úr réttum í Grindavík en auk myndaopnunnar eru einnig aðrar skemmtilegar fréttir úr Grindavík í blaðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við segjum frá fyrsta handverksbrugghúsi Keflavíkur sem er að verða að veruleika, segjum fréttir af bílaleigu sem opnar þjónustuverkstæði sitt fyrir bíleigendum á Suðurnesjum.

Lesendur standa með okkur vaktina og eru að senda okkur myndir. Í blaði vikunnar er flott mynd af briminu á Garðskaga og þá fengum við góðfúslegt leyfi hjá Einari Guðberg Gunnarssyni til að birta fallega mynd sem hann tók á Landspítalanum á dögunum þegar sonur hans, Valur Guðberg, var á leið í aðgerð.

Marína Ósk er að gefa út tónlist og hún valdi líka sínar fimm uppáhaldsplötur fyrir lesendur blaðsins.

Í blaðinu er myndarleg íþróttaumfjöllun og m.a. nýjustu tíðindi af Sveindísi Jane Jónsdóttur, sem stóð sig gríðarlega vel og lagði upp jöfnunarmark Íslands gegn Svíþjóð fyrr í kvöld.

Ragnheiður Elín á svo lokaorð vikunnar.

Blað vikunnar er hér að neðan. Njótið.