Brakandi blíða
Óhætt er að segja að veðurblíðan muni leika um íbúa á suðvesturhorni landsins í dag en í veðurkortunum er hæg vestlæg átt með 13-20 stiga hita. Veðurspáin gerir ráð fyrir nokkuð björtu og þurru veðri við Faxaflóann fram í vikuna
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Suðvestlæg átt, 3-8 m/s, en 5-10 NV-lands. Súld V-lands, annars bjart með köflum. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast A-til.
Á fimmtudag:
Suðvestlæg átt, 5-10 m/s og súld eða rigning á vestanverðu landinu. Suðlæg átt, 3-8 og skýjað A-lands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast A-lands.
Á föstudag:
Vestan og síðan norðvestan átt með vætu í flestum landshlutum þó síst SA-til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SA- og A-lands.
Á laugardag:
Hægviðri, skýjað með köflum og skúrir. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast inn til landsins.
Á sunnudag:
Suðaustan átt og rigning sunnan- og vestanlands en bjartiviðri NA-til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á NA-landi.