Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bragi byggir nýjan leikskóla í Suðurnesjabæ
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, og Bragi Guðmundsson, byggingaverktaki, undirrituðu samninginn á dögunum.
Mánudagur 16. maí 2022 kl. 11:16

Bragi byggir nýjan leikskóla í Suðurnesjabæ

Bragi Guðmundsson ehf. mun sjá um byggingu á nýjum leikskóla í Suðurnesjabæ. Leikskólinn rís við Byggðaveg í Sandgerði. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, og Bragi Guðmundsson, byggingaverktaki, undirrituðu samninginn á dögunum.

Undirbúningur framkvæmda hófst með ýmis konar greiningum og yfirferð um marga þætti sem varða verkefnið og hefur verið unnið að því með einum eða öðrum hætti frá árslokum 2018. Bæjarstjórn skipaði stýrihóp um uppbyggingu nýs leikskóla og tók hann til starfa í nóvember 2019 og var stýrihópurinn skipaður bæjarfulltrúunum Fríðu Stefánsdóttur, Hólmfríði Skarphéðinsdóttur og Magnúsi S. Magnússyni. Með stýrihópnum unnu embættismenn sveitarfélagsins og hönnuðir. Aðal hönnuður leikskólans er JeEs arkitektar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verklegar framkvæmdir hófust 19. október 2021, þegar fjögur börn af leikskólum Suðurnesjabæjar tóku fyrstu skóflustungu og í kjölfarið hóf Ellert Skúlason ehf jarðvinnu á lóð leikskólans. Framkvæmdir við uppbyggingu leikskólans voru boðnar út síðari hluta árs 2021 og tilboð opnuð þann 1. desember 2021. Í kjölfarið var samþykkt að taka tilboði Braga Guðmundssonar ehf í verkið.

Samningsverð verksamningsins er 675.600.000 og miðast við fullbyggðan sex deilda leikskóla, en gert er ráð fyrir að fyrst í stað verði lokið við frágang á fjórum deildum leikskólans. Miðað er við að starfsemi í leikskólanum geti hafist upp úr miðju ári 2023.