Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bræður sýna hestasöngva
Föstudagur 29. nóvember 2002 kl. 13:36

Bræður sýna hestasöngva

Bræðurnir Rúnar Sigtryggsson og Eiríkur Árni Sigtryggsson opna málverkasýningu í Svarta pakkhúsinu Hafnargötu 2, Reykjanesbæ, Laugardaginn 30. nóvember, kl. 14. Á sýningunni eru 23 hestamyndir eftir Rúnar sem eru unnar með vatnslitum, pastellkrít og bleki. Rúnar er þekktur hestamaður og hefur teiknað og málað hestamyndir í fjölda ára en sýnir nú í fyrsta sinn.
Eiríkur Árni er þekktur sem tónskáld og myndlistamaður og hefur haldið fjölda sýninga á 40 ára ferli. Hann sýnir nokkur ný olíumálverk af ímynduðum kollegum sínum við ímynduð verk sín.

Heimasíða: www.gi.is/eddi

Sýningin nefnist Hestasöngvar og verður opnin frá laugardeginum 30. nóvember til sunnudagskvölds 8. desember.

Laugardaga og sunnudaga frá 14-22.
Aðra daga frá 20-22.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024