Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bráðabirgðahúsnæði komið fyrir
Fimmtudagur 23. desember 2004 kl. 12:08

Bráðabirgðahúsnæði komið fyrir

Bráðabirgðahúsnæði var komið fyrir við Grænáshlið rétt fyrir hádegi í dag en húsnæðið er ætlað lögreglumönnum sem standa vakt við hliðið.

Eins og Víkurfréttir greindu frá á þriðjudaginn sl. var varðskýli lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli innsiglað af Vinnueftirliti Ríkisins vegna þess að skýlið uppfyllti ekki settar kröfur. Lögreglumennirnir hafa þurft að nota lögreglubílana sem vinnustað í nokkra daga og voru að vonum ekki ánægðir með það.

Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Víkurfréttir á þriðjudaginn að lögreglumönnum yrði útvegað bráðabirgðahúsnæði strax þann dag en ekkert varð úr því fyrr en nú.

Nú er þó ljóst að lögreglumennirnir þurfa ekki að dúsa í bílum sínum yfir hátíðarnar.

Myndin: Bráðabirgðahúsnæðið við Grænáshlið VF-mynd: Atli Már
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024