Botndýrarannsóknir í Sandgerði í 10 ár
Boðið var til afmælisfagnaðar í Sandgerði í gær til að fagna tíu ára afmæli verkefnisins "Botndýr á Íslandsmiðum. Rannsóknastöðin í Sandgerði var formlega vígð 13. nóvember 1992 og verkefninu “Botndýr á Íslandsmiðum” hrundið af stað. Verkefnið er unnið á vegum umhverfisráðuneytisins í samstarfi nokkurra stofnana og Sandgerðisbæjar. Stofnanirnar eru Náttúrufræðistofnun Íslands, Hafrannsóknastofnunin og Háskóli Íslands. Í gær gafst hins vegar tími til að fagna tímamótunum formlega.10 ára afmæli verkefnisins “Botndýr á Íslandsmiðum” (BioIce) og Rannsóknastöðvarinnar í Sandgerði, haldið 7. febrúar 2003
Ræða Jóns Gunnars Ottóssonar, formanns verkefnisstjórnar
Saga verkefnisins
Fyrst nokkur orð um sögu þessa verkefnis og Rannsóknastöðvarinnar, sem margir og jafnvel sumir heimamenn hér í Sandgerði eru búnir að gleyma.
Það var árið 1992 að þrír ungir og bjartsýnir vísindamenn leituðu til umhverfisráðuneytisins með hugmynd um að hrinda af stað rannsókn á botndýralífi á öllu hafsvæðinu innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Þeir höfðu sér til fyrirmyndar rannsóknarverkefni sem unnið var við Færeyjar á árunum 1987 til 1990 fyrir forgöngu Norðurlandaráðs, þar sem botndýralíf var kortlagt frá flæðarmáli niður á 1000 metra dýpi.
Á þessum tíma var þekking okkar á botndýralífi í sjónum við Ísland mjög brotakennd og var að mestu leyti byggð á sýnum sem safnað hafði verið á árunum 1894-1895 í tveimur leiðöngrum danska rannsóknaskipsins Ingolf – (Ingolf expedisjon).
Ráðuneytið tók þessari hugmynd vel og boðaði til fundar um málið með fulltrúum frá Hafrannsóknastofnun, Háskólanum, Náttúrufræðistofnun, Sjávarútvegsráðuneyti, Vísindaráði, Fiskveiðisjóði og Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja. Á þessum fundi var ákveðið að reyna að koma þessu viðamikla verkefni í framkvæmd.
Það réð miklu um afstöðu fundarmanna að skilaboð bárust um að Háskólinn í Bergen í Noregi var tilbúin til að koma að þessu verkefni með því að leggja til fullkomið rannsóknaskip í 3 vikur á hverju ári í 4 ár, Íslendingum að kostnaðarlausu. Einnig að menn voru sammála um mikilvægi þess að afla haldgóðrar vitneskju um lífríki sjávarbotnsins.
Við það má bæta að lítið var til af sjávardýrum í náttúrugripasöfnum hérlendis, sem er ekki gott afspurnar fyrir þjóð sem byggir afkomu sína að verulegu leyti á lífríki sjávar. Einnig þótti víst í ljósi þeirrar reynslu sem fékkst í Færeyjum, að búast mætti við að finna nokkur hundruð nýrra dýrategunda fyrir heiminn í þessari metnaðarfullu rannsókn.
Rausnarlegt tilboð Norðmanna og vilyrði Hafrannsóknarstofnunar um að leggja einnig til rannsóknaskip árlega í verkefnið leystu að mestu hina fjárhagslegu hlið vegna sýnatöku, sem óhjákvæmilega yrði mjög dýr. Hafsvæðið er stórt, um 800 þúsund ferkm og seinlegt að afla sýna á um 600 stöðvum á svæðinu, þar sem sumstaðar þarf að taka sýni á mjög miklu dýpi, allt niður á 3000 m.
Næsta verkefni var úrvinnsla sýnanna. Það var ljóst að engin þessara stofnana myndi ráða við að taka við þessu magni sem upp úr sjónum kæmi, hreinsa það og flokka dýrin. Það var því ákveðið að fara að dæmi Færeyinga og setja á laggirnar sérstaka rannsókna- og flokkunarstöð, og fá ófaglært fólk til að annast þessa grunnvinnu, sem áður hafði ávallt verið unnin af háskólafólki.
Fljótlega kom upp sú hugmynd að leita eftir samstarfi við eitthvert sveitarfélag um slíka stöð og aðstoð Fiskveiðisjóðs og ríkissjóðs við tækjakaup og rekstur. Nafn Sandgerðis kom fljótlega upp í því sambandi af ýmsum ástæðum, ekki síst vegna staðsetningar, en önnur sveitarfélög voru einnig í myndinni.
Til að fara hratt yfir sögu þá tóku Sandgerðingar hugmyndinni vel, og voru reiðubúnir til að leggja til húsnæði og fjárframlag til rekstrar. Og ég held að ekki halli á neinn þótt ég segi að þessa framsýni Sandgerðinga megi fyrst og fremst rekja til eins manns: Ólafs Gunnlaugssonar, þáverandi bæjarfulltrúa hér í Sandgerði, sem við eigum mikið að þakka. Hann var frumkvöðullinn, og síðan höfum við átt einstaklega gott samstarf við bæjarstjórn og bæjarstjóra.
Ég verð þó að játa að á mig runnu grímur þegar ég fyrst sá það húsnæði sem okkur var boðið. Úrsérgengið fiskvinnsluhús sem komið var að fótum fram. Ég trúði ekki fyrr en á reyndi að hægt væri að breyta því í mjög góða rannsóknastöð á skömmum tíma – hvað þá sem síðar varð, að gera húsnæðið að því setri rannsókna, fræða, náttúrusýninga og stjórnsýslu sem það er orðið.
En þessir bjartsýnu Sandgerðingar höfðu rétt fyrir sér. Og ekki urðum við heldur fyrir vonbrigðum með starfsfólkið, heimamennina sem ráðnir voru að stöðinni. Hér hefur starfað mjög gott fólk, sem hefur verið fljótt að tileinka sér störfin og verða betri og fljótari í flokkun dýra en margur líffræðingurinn. Og það er ánægjulegt að þetta verkefni skuli hafa skapað atvinnu fyrir heimafólk.
Rannsóknastöðin var formlega vígð 13. nóvember 1992 og verkefninu “Botndýr á Íslandsmiðum” hrundið af stað. Verkefnið er unnið á vegum umhverfisráðuneytisins í samstarfi nokkurra stofnana og Sandgerðisbæjar. Stofnanirnar eru Náttúrufræðistofnun Íslands, Hafrannsóknastofnunin og Háskóli Íslands.
Verkefninu og Rannsóknastöðinni er stýrt af verkefnisstjórn sem skipuð er fulltrúum þessara aðila og umhverfisráðuneytisins.
Markmið verkefnisins
Helsta markmið verkefnisins “Botndýr á Íslandsmiðum” eða BioIce í daglegu tali, er að kanna hvaða dýra lifa á hafsbotninum innan íslenskrar efnahagslögsögu, í hvað miklu magni þau eru og hvernig útbreiðslu þeirra er háttað. Hugmyndin er að byggja upp góðan gagnagrunn sem nýta má til margvíslegra verkefna sem tengjast verndun og skynsamlegri nýtingu lífríkisins í hafinu, t.d. til að kanna áhrif togveiða á botndýralífið í sjónum.
Með þessu verkefni er íslenska þjóðin einnig að eignast mjög gott og einstakt safn sjávarlífvera, sem mun nýtast við dýrafræðirannsóknir, kennslu á háskólastigi og til að fræða almenning um lífríki sjávar við landið.
Staða BioIce í lok ársins 2002
Verkefnið var upphaflega skipulagt til 6 ára, en fljótlega kom í ljós að það myndi taka tvöfaldan þann tíma. Hér á eftir mun Sigmar Arnar Steingrímsson segja ykkur í stuttu máli og með myndum frá stöðu einstakra verkþátta, söfnuninni, flokkuninni, tegundagreiningum og uppbyggingu gagnagrunnsins. Ég ætla aðeins að nefna nokkrar lykiltölur hér.
Í fyrsta lagi er búið að taka um 90% (1264 sýni) fyrirhugaðra sýna af hafsbotni í 17 leiðöngrum þriggja rannsóknaskipa, á svæði sem nær frá 20 m dýpi niður á 3000 metra. Í öðru lagi er búið að flokka um 85% af þeim botndýrasýnum sem tekin hafa verið (um 4 milljónir dýra). Stór hluti þeirra hefur verið greindur til tegunda og að því verkefni hafa komið um 150 sérfræðingar hér á landi og erlendis. Sérfræðinganetið teygir anga sína um allan heim og hefur verið ótrúlega skilvirkt.
Búið er að lýsa tugum nýrra dýrategunda fyrir vísindin og heiminn og hundruðum tegunda sem ekki var vitað að lifðu hér við land. Uppbygging gagnagrunnsins gengur vel og nú er komnar um 100 þúsund færslur í hann.
Ef allt gengur að óskum mun sýnatöku ljúka sumarið 2004 og flokkuninni í lok ársins 2005. Lengri tíma mun taka að ljúka öllum tegundagreiningum og fullvinna gagnagrunninn. Mörgum kann að finnast að verkefnið hafi tekið langan tíma, en við skulum muna að þetta er líklega stærsta verkefni sinnar tegundar í heiminum og að við erum að spanna gríðarlega stórt hafsvæði. Vísindalegur og hagnýtur árangur er óumdeilanlegur og mikil verðmæti fólgin í gagnagrunninum og tegundasafninu.
Afleidd verkefni
Margvíslegur annar ávinningur hefur hlotist af þessu verkefni. Hátt í hundrað vísindagreina hafa birst, og fimm námsmenn lokið doktorsprófi og sjö meistaraprófi þar sem notaður hefur verið efniviður úr verkefninu.
Upp hefur risið fræðasetur sem við erum stödd í núna, í tengslum við Rannsóknastöðina hér í Sandgerði, en heimamenn eiga allan heiðurinn af þessu fræðasetri. Hér er gistiaðstaða sem hefur gert okkur kleift að halda hér marga alþjóðlega vinnufundi í flokkunarfræði í tengslum við botndýraverkefnið. Hróður verkefnisins varð til þess að við fengum að halda heimsráðstefnu burstormafræðinga árið 2001, en slíkar ráðstefnur eru haldnar á þriggja ára fresti. Þá er til orðin tilraunastofa hér í húsinu þar sem er rennandi sjór úr borholu og veitir möguleika á margvíslegum rannsóknum Margt fleira mætti nefna, en tími minn leyfir það ekki.
Einstök vísindaaðstaða
Þó verður ekki hjá því komist að nefna rósina í hnappagatinu. Árið 1998 fengum við Rannsóknastöðina hér í Sandgerði viðurkennda sem einstaka vísindaaðstöðu í samfélagi Evrópuríkja (Large Scale Facilitiy) á vegum mannauðsáætlunar (TMR) Evrópusambandsins, og vorum fyrsta íslenska stofnunin sem fær slíka viðurkenning.
TMR stendur fyrir “Training and mobility of researchers”… Sandgerðisstöðin og tengsl hennar við Háskólann, Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknastofnunina voru viðurkennd sem einstök vísindaaðstaða á sviði botndýrarannsókna í Evrópu. Ástæðan var þó fyrst og fremst gagnagrunnur botndýraverkefnisins og sýnin sem safnað hefur verið. Þessari viðurkenningu fylgdi styrkur (um 14 milljónir kr.) til að standa straum af kostnaði vegna heimsókna og vinnu erlendra vísindamanna við stöðina í tvö ár.
Þessari viðurkenningu fylgdu kvaðir fyrir okkur. Bæta þurfti húsnæðið hér í Sandgerði og tækjabúnað stöðvarinnar, sem var gert með veglegri aðstoð Bygginga- og tækjasjóðs Rannís. Sandgerðisbær tók að sér hönnun verkefnisins og umsjón með því auk þess að leggja til húsnæðið. Framlag þeirra verður seint full þakkað.
Þessi einstaka vísindaaðstaða á Evrópuvísu hlaut verðskuldaða athygli. Samningurinn um starfsemi hinnar einstæðu vísindaaðstöðu tók gildi 1. apríl 1998 og var í gildi í 25 mánuði til 30. apríl 2000. Á þessu tímabili var fjórum sinnum auglýst eftir umsóknum og bárust alls 52 umsóknir þar sem 83 evrópskir vísindamenn sóttu um að dvelja í Sandgerði í 2-12 vikur. Þrjátíu og ein umsókn var samþykkt og komu alls 44 gestir til dvalar í Rannsóknastöðinni á samningstímabilinu frá 9 ríkjum. Styrkþegar dvöldust í Sandgerði í 15 daga til 3 mánaða
Árangur af þessari starfsemi fyrir BIOICE-verkefnið er tvíþættur. Í fyrsta lagi nýttu yfir helmingur gestanna sér sýni verkefnisins og greindu til tegundar töluvert magn sýna til hagsbóta fyrir verkefnið. Í öðru lagi komust á tengsl milli verkefnisstjórnar og sérfæðinga í mörgum hópum sem hefðu annars ekki haft möguleika á að kynna sér verkefnið, en þessir sérfræðingar munu í framtíðinni halda áfram að greina sýni verkefnisins. Þetta varð einnig til þess að Rannsóknastöðin varð þekkt meðal sjávarlíffræðinga í Evrópu og hefur verið töluvert spurt fyrir um hugsanlega dvöl þar.
Þessar heimsóknir skila áreiðanlega líka einhverju til samfélagsins hér í Sandgerði.
Nýr samningur við Evrópusambandið
Nú hefur það hins vegar gerst að við höfum náð samningi við Evrópusambandið á grundvelli 5. rammaáætlunar ES en þar er prógram sem heitir Inproving the Human Potential Program and the Socio-Economic Knowledge Base (HPP) og undir því Access to Research Infrastrustures (ARI). Styrkurinn sem fylgir þessum samningi frá ES er 254.898 Evrur (um 21 m. kr.) og gildistími samningsins er frá 1 febrúar 2003 til 1 febrúar 2005 eða í 24 mánuði
Hér er um að ræða sambærilegan samning og áður um að veita erlendum vísindamönnum aðstöðu til rannsókna og greiða kostnað af dvöl þeirra og ferðalögum. Nú er sviðið hins vegar stærra og spannar í raun allar rannsóknir sem tengjast lífríki sjávar, þar á meðal rannsóknir á sjófuglum. Einnig hefur þeim sem geta fengið styrk til að koma hingað fjölgað mikið því fyrir utan ríki ES geta þegnar eftirtalinna ríkja fengið styrk núna: Búlgaria,Tékkland, Cyprus, Eistland, Ungverjaland, Letland, Israel, Liechtenstein, Litháen, Noregur, Póland, Rúmenía Slovakia og Sviss.
Framtíð Rannsóknastöðvarinnar
Uppáhaldsbókin mín er Birtingur eftir Voltair. Sérstaklega er ég hrifinn af þeirri lífsskoðun að ávallt sé “allt á leið til betri vegar”. Okkur hefur tekist að renna mörgum stoðum undir þessa starfsemi hér í Sandgerði á undanförnum árum, miklu fleiri en við bjuggumst við í upphafi. Og þar eiga margir aðilar þakkir skildar. Sandgerðisbær hefur sinnt þessu barni ótrúlega vel og sýnt framsýni sem vissulega er ekki mjög algeng. Hafrannsóknastofnunin hefur nýtt sér möguleikanna sem hér eru og skapað Rannsóknastöðinni verkefni og sama er að segja um ýmsa aðra í minna mæli.
Nú blasir hins vegar við að kjölfestuverkefnið í rekstri Rannsóknastöðvarinnar (sem einnig er eigandi hennar) er að renna sitt skeið á enda innan fárra ára. Samstarfsaðilarnir í þessu verkefni telja mikilvægt að tryggja áframhaldandi rekstur hér með einhverjum hætti og ákvarðanir þar að lútandi þarf að taka fyrr en seinna.
Viðræður um samning þar að lútandi fóru fram á milli Náttúrufræðistofnunar, Hafrannsóknastofnunar og Háskólans á síðastliðnum vetri, með vitund umhverfisráðuneytisins og Sandgerðisbæjar. Þessar viðræður hafa legið niðri um nokkra hríð meðan beðið er eftir að HÍ móti stefnu sína varðandi starfsemi á landsbyggðinni, eins og þeir nefna það. Ég held að ég geti fullyrt að allir viðkomandi aðilar hafi fullan hug á að standa að áframhaldandi öflugu vísinda- og fræðistarfi hér í Sandgerði, og reka þessa merkilegu Rannsóknastöð saman. Næg eru verkefnin - og við skulum hafa lífsskoðun doktor Altungu í Birtingi að leiðarljósi.
Lokaorð
Ég vil nota þetta tækifæri og þakka, fyrir hönd verkefnisstjórnar öllum þeim mörgu aðilum sem veitt hafa verkefninu brautargengi með fjárframlögum og vinnu og ekki síst Sandgerðingum sem hafa reynst okkur betri en enginn. Ég vona að það góða samstarf haldi áfram og að þetta litla fyrirtæki eigi eftir að reynast vel. Sandgerðisbær á heiður skilinn fyrir hans hlut í að gera þetta ævintýri að veruleika. Og ég vona svo sannarlega að áræði íbúanna hér og framsýni eigi eftir að bera enn ríkulegri ávöxt.
Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki Rannsóknastöðvarinnar fyrir frábært starf og áhöfninni á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, sem hér er og hefur lagt okkur ómetanlegt lið. Og ekki má ég gleyma þeim þremur sérfræðingum sem borið hafa hita og þunga af daglegum rekstri verkefnisins, þeim Sigmari Steingrímssyni (Hafró), sem hefur haft umsjón með sýnatökunni og gagnagrunni í samvinnu við Guðmund Guðmundsson (NÍ), en Guðmundur hefur einnig haft umsjón með safnaþættinum og allri greiningarvinnu, þar á meðal samskipti við erlenda vísindamenn, og síðast en ekki síst Guðmundi Víði Helgasyni sem hefur haft umsjón með daglegum rekstri Rannsóknastöðvarinnar.
Myndin: Frá afmælisfagnaði BIOICE í gær.
Ræða Jóns Gunnars Ottóssonar, formanns verkefnisstjórnar
Saga verkefnisins
Fyrst nokkur orð um sögu þessa verkefnis og Rannsóknastöðvarinnar, sem margir og jafnvel sumir heimamenn hér í Sandgerði eru búnir að gleyma.
Það var árið 1992 að þrír ungir og bjartsýnir vísindamenn leituðu til umhverfisráðuneytisins með hugmynd um að hrinda af stað rannsókn á botndýralífi á öllu hafsvæðinu innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Þeir höfðu sér til fyrirmyndar rannsóknarverkefni sem unnið var við Færeyjar á árunum 1987 til 1990 fyrir forgöngu Norðurlandaráðs, þar sem botndýralíf var kortlagt frá flæðarmáli niður á 1000 metra dýpi.
Á þessum tíma var þekking okkar á botndýralífi í sjónum við Ísland mjög brotakennd og var að mestu leyti byggð á sýnum sem safnað hafði verið á árunum 1894-1895 í tveimur leiðöngrum danska rannsóknaskipsins Ingolf – (Ingolf expedisjon).
Ráðuneytið tók þessari hugmynd vel og boðaði til fundar um málið með fulltrúum frá Hafrannsóknastofnun, Háskólanum, Náttúrufræðistofnun, Sjávarútvegsráðuneyti, Vísindaráði, Fiskveiðisjóði og Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja. Á þessum fundi var ákveðið að reyna að koma þessu viðamikla verkefni í framkvæmd.
Það réð miklu um afstöðu fundarmanna að skilaboð bárust um að Háskólinn í Bergen í Noregi var tilbúin til að koma að þessu verkefni með því að leggja til fullkomið rannsóknaskip í 3 vikur á hverju ári í 4 ár, Íslendingum að kostnaðarlausu. Einnig að menn voru sammála um mikilvægi þess að afla haldgóðrar vitneskju um lífríki sjávarbotnsins.
Við það má bæta að lítið var til af sjávardýrum í náttúrugripasöfnum hérlendis, sem er ekki gott afspurnar fyrir þjóð sem byggir afkomu sína að verulegu leyti á lífríki sjávar. Einnig þótti víst í ljósi þeirrar reynslu sem fékkst í Færeyjum, að búast mætti við að finna nokkur hundruð nýrra dýrategunda fyrir heiminn í þessari metnaðarfullu rannsókn.
Rausnarlegt tilboð Norðmanna og vilyrði Hafrannsóknarstofnunar um að leggja einnig til rannsóknaskip árlega í verkefnið leystu að mestu hina fjárhagslegu hlið vegna sýnatöku, sem óhjákvæmilega yrði mjög dýr. Hafsvæðið er stórt, um 800 þúsund ferkm og seinlegt að afla sýna á um 600 stöðvum á svæðinu, þar sem sumstaðar þarf að taka sýni á mjög miklu dýpi, allt niður á 3000 m.
Næsta verkefni var úrvinnsla sýnanna. Það var ljóst að engin þessara stofnana myndi ráða við að taka við þessu magni sem upp úr sjónum kæmi, hreinsa það og flokka dýrin. Það var því ákveðið að fara að dæmi Færeyinga og setja á laggirnar sérstaka rannsókna- og flokkunarstöð, og fá ófaglært fólk til að annast þessa grunnvinnu, sem áður hafði ávallt verið unnin af háskólafólki.
Fljótlega kom upp sú hugmynd að leita eftir samstarfi við eitthvert sveitarfélag um slíka stöð og aðstoð Fiskveiðisjóðs og ríkissjóðs við tækjakaup og rekstur. Nafn Sandgerðis kom fljótlega upp í því sambandi af ýmsum ástæðum, ekki síst vegna staðsetningar, en önnur sveitarfélög voru einnig í myndinni.
Til að fara hratt yfir sögu þá tóku Sandgerðingar hugmyndinni vel, og voru reiðubúnir til að leggja til húsnæði og fjárframlag til rekstrar. Og ég held að ekki halli á neinn þótt ég segi að þessa framsýni Sandgerðinga megi fyrst og fremst rekja til eins manns: Ólafs Gunnlaugssonar, þáverandi bæjarfulltrúa hér í Sandgerði, sem við eigum mikið að þakka. Hann var frumkvöðullinn, og síðan höfum við átt einstaklega gott samstarf við bæjarstjórn og bæjarstjóra.
Ég verð þó að játa að á mig runnu grímur þegar ég fyrst sá það húsnæði sem okkur var boðið. Úrsérgengið fiskvinnsluhús sem komið var að fótum fram. Ég trúði ekki fyrr en á reyndi að hægt væri að breyta því í mjög góða rannsóknastöð á skömmum tíma – hvað þá sem síðar varð, að gera húsnæðið að því setri rannsókna, fræða, náttúrusýninga og stjórnsýslu sem það er orðið.
En þessir bjartsýnu Sandgerðingar höfðu rétt fyrir sér. Og ekki urðum við heldur fyrir vonbrigðum með starfsfólkið, heimamennina sem ráðnir voru að stöðinni. Hér hefur starfað mjög gott fólk, sem hefur verið fljótt að tileinka sér störfin og verða betri og fljótari í flokkun dýra en margur líffræðingurinn. Og það er ánægjulegt að þetta verkefni skuli hafa skapað atvinnu fyrir heimafólk.
Rannsóknastöðin var formlega vígð 13. nóvember 1992 og verkefninu “Botndýr á Íslandsmiðum” hrundið af stað. Verkefnið er unnið á vegum umhverfisráðuneytisins í samstarfi nokkurra stofnana og Sandgerðisbæjar. Stofnanirnar eru Náttúrufræðistofnun Íslands, Hafrannsóknastofnunin og Háskóli Íslands.
Verkefninu og Rannsóknastöðinni er stýrt af verkefnisstjórn sem skipuð er fulltrúum þessara aðila og umhverfisráðuneytisins.
Markmið verkefnisins
Helsta markmið verkefnisins “Botndýr á Íslandsmiðum” eða BioIce í daglegu tali, er að kanna hvaða dýra lifa á hafsbotninum innan íslenskrar efnahagslögsögu, í hvað miklu magni þau eru og hvernig útbreiðslu þeirra er háttað. Hugmyndin er að byggja upp góðan gagnagrunn sem nýta má til margvíslegra verkefna sem tengjast verndun og skynsamlegri nýtingu lífríkisins í hafinu, t.d. til að kanna áhrif togveiða á botndýralífið í sjónum.
Með þessu verkefni er íslenska þjóðin einnig að eignast mjög gott og einstakt safn sjávarlífvera, sem mun nýtast við dýrafræðirannsóknir, kennslu á háskólastigi og til að fræða almenning um lífríki sjávar við landið.
Staða BioIce í lok ársins 2002
Verkefnið var upphaflega skipulagt til 6 ára, en fljótlega kom í ljós að það myndi taka tvöfaldan þann tíma. Hér á eftir mun Sigmar Arnar Steingrímsson segja ykkur í stuttu máli og með myndum frá stöðu einstakra verkþátta, söfnuninni, flokkuninni, tegundagreiningum og uppbyggingu gagnagrunnsins. Ég ætla aðeins að nefna nokkrar lykiltölur hér.
Í fyrsta lagi er búið að taka um 90% (1264 sýni) fyrirhugaðra sýna af hafsbotni í 17 leiðöngrum þriggja rannsóknaskipa, á svæði sem nær frá 20 m dýpi niður á 3000 metra. Í öðru lagi er búið að flokka um 85% af þeim botndýrasýnum sem tekin hafa verið (um 4 milljónir dýra). Stór hluti þeirra hefur verið greindur til tegunda og að því verkefni hafa komið um 150 sérfræðingar hér á landi og erlendis. Sérfræðinganetið teygir anga sína um allan heim og hefur verið ótrúlega skilvirkt.
Búið er að lýsa tugum nýrra dýrategunda fyrir vísindin og heiminn og hundruðum tegunda sem ekki var vitað að lifðu hér við land. Uppbygging gagnagrunnsins gengur vel og nú er komnar um 100 þúsund færslur í hann.
Ef allt gengur að óskum mun sýnatöku ljúka sumarið 2004 og flokkuninni í lok ársins 2005. Lengri tíma mun taka að ljúka öllum tegundagreiningum og fullvinna gagnagrunninn. Mörgum kann að finnast að verkefnið hafi tekið langan tíma, en við skulum muna að þetta er líklega stærsta verkefni sinnar tegundar í heiminum og að við erum að spanna gríðarlega stórt hafsvæði. Vísindalegur og hagnýtur árangur er óumdeilanlegur og mikil verðmæti fólgin í gagnagrunninum og tegundasafninu.
Afleidd verkefni
Margvíslegur annar ávinningur hefur hlotist af þessu verkefni. Hátt í hundrað vísindagreina hafa birst, og fimm námsmenn lokið doktorsprófi og sjö meistaraprófi þar sem notaður hefur verið efniviður úr verkefninu.
Upp hefur risið fræðasetur sem við erum stödd í núna, í tengslum við Rannsóknastöðina hér í Sandgerði, en heimamenn eiga allan heiðurinn af þessu fræðasetri. Hér er gistiaðstaða sem hefur gert okkur kleift að halda hér marga alþjóðlega vinnufundi í flokkunarfræði í tengslum við botndýraverkefnið. Hróður verkefnisins varð til þess að við fengum að halda heimsráðstefnu burstormafræðinga árið 2001, en slíkar ráðstefnur eru haldnar á þriggja ára fresti. Þá er til orðin tilraunastofa hér í húsinu þar sem er rennandi sjór úr borholu og veitir möguleika á margvíslegum rannsóknum Margt fleira mætti nefna, en tími minn leyfir það ekki.
Einstök vísindaaðstaða
Þó verður ekki hjá því komist að nefna rósina í hnappagatinu. Árið 1998 fengum við Rannsóknastöðina hér í Sandgerði viðurkennda sem einstaka vísindaaðstöðu í samfélagi Evrópuríkja (Large Scale Facilitiy) á vegum mannauðsáætlunar (TMR) Evrópusambandsins, og vorum fyrsta íslenska stofnunin sem fær slíka viðurkenning.
TMR stendur fyrir “Training and mobility of researchers”… Sandgerðisstöðin og tengsl hennar við Háskólann, Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknastofnunina voru viðurkennd sem einstök vísindaaðstaða á sviði botndýrarannsókna í Evrópu. Ástæðan var þó fyrst og fremst gagnagrunnur botndýraverkefnisins og sýnin sem safnað hefur verið. Þessari viðurkenningu fylgdi styrkur (um 14 milljónir kr.) til að standa straum af kostnaði vegna heimsókna og vinnu erlendra vísindamanna við stöðina í tvö ár.
Þessari viðurkenningu fylgdu kvaðir fyrir okkur. Bæta þurfti húsnæðið hér í Sandgerði og tækjabúnað stöðvarinnar, sem var gert með veglegri aðstoð Bygginga- og tækjasjóðs Rannís. Sandgerðisbær tók að sér hönnun verkefnisins og umsjón með því auk þess að leggja til húsnæðið. Framlag þeirra verður seint full þakkað.
Þessi einstaka vísindaaðstaða á Evrópuvísu hlaut verðskuldaða athygli. Samningurinn um starfsemi hinnar einstæðu vísindaaðstöðu tók gildi 1. apríl 1998 og var í gildi í 25 mánuði til 30. apríl 2000. Á þessu tímabili var fjórum sinnum auglýst eftir umsóknum og bárust alls 52 umsóknir þar sem 83 evrópskir vísindamenn sóttu um að dvelja í Sandgerði í 2-12 vikur. Þrjátíu og ein umsókn var samþykkt og komu alls 44 gestir til dvalar í Rannsóknastöðinni á samningstímabilinu frá 9 ríkjum. Styrkþegar dvöldust í Sandgerði í 15 daga til 3 mánaða
Árangur af þessari starfsemi fyrir BIOICE-verkefnið er tvíþættur. Í fyrsta lagi nýttu yfir helmingur gestanna sér sýni verkefnisins og greindu til tegundar töluvert magn sýna til hagsbóta fyrir verkefnið. Í öðru lagi komust á tengsl milli verkefnisstjórnar og sérfæðinga í mörgum hópum sem hefðu annars ekki haft möguleika á að kynna sér verkefnið, en þessir sérfræðingar munu í framtíðinni halda áfram að greina sýni verkefnisins. Þetta varð einnig til þess að Rannsóknastöðin varð þekkt meðal sjávarlíffræðinga í Evrópu og hefur verið töluvert spurt fyrir um hugsanlega dvöl þar.
Þessar heimsóknir skila áreiðanlega líka einhverju til samfélagsins hér í Sandgerði.
Nýr samningur við Evrópusambandið
Nú hefur það hins vegar gerst að við höfum náð samningi við Evrópusambandið á grundvelli 5. rammaáætlunar ES en þar er prógram sem heitir Inproving the Human Potential Program and the Socio-Economic Knowledge Base (HPP) og undir því Access to Research Infrastrustures (ARI). Styrkurinn sem fylgir þessum samningi frá ES er 254.898 Evrur (um 21 m. kr.) og gildistími samningsins er frá 1 febrúar 2003 til 1 febrúar 2005 eða í 24 mánuði
Hér er um að ræða sambærilegan samning og áður um að veita erlendum vísindamönnum aðstöðu til rannsókna og greiða kostnað af dvöl þeirra og ferðalögum. Nú er sviðið hins vegar stærra og spannar í raun allar rannsóknir sem tengjast lífríki sjávar, þar á meðal rannsóknir á sjófuglum. Einnig hefur þeim sem geta fengið styrk til að koma hingað fjölgað mikið því fyrir utan ríki ES geta þegnar eftirtalinna ríkja fengið styrk núna: Búlgaria,Tékkland, Cyprus, Eistland, Ungverjaland, Letland, Israel, Liechtenstein, Litháen, Noregur, Póland, Rúmenía Slovakia og Sviss.
Framtíð Rannsóknastöðvarinnar
Uppáhaldsbókin mín er Birtingur eftir Voltair. Sérstaklega er ég hrifinn af þeirri lífsskoðun að ávallt sé “allt á leið til betri vegar”. Okkur hefur tekist að renna mörgum stoðum undir þessa starfsemi hér í Sandgerði á undanförnum árum, miklu fleiri en við bjuggumst við í upphafi. Og þar eiga margir aðilar þakkir skildar. Sandgerðisbær hefur sinnt þessu barni ótrúlega vel og sýnt framsýni sem vissulega er ekki mjög algeng. Hafrannsóknastofnunin hefur nýtt sér möguleikanna sem hér eru og skapað Rannsóknastöðinni verkefni og sama er að segja um ýmsa aðra í minna mæli.
Nú blasir hins vegar við að kjölfestuverkefnið í rekstri Rannsóknastöðvarinnar (sem einnig er eigandi hennar) er að renna sitt skeið á enda innan fárra ára. Samstarfsaðilarnir í þessu verkefni telja mikilvægt að tryggja áframhaldandi rekstur hér með einhverjum hætti og ákvarðanir þar að lútandi þarf að taka fyrr en seinna.
Viðræður um samning þar að lútandi fóru fram á milli Náttúrufræðistofnunar, Hafrannsóknastofnunar og Háskólans á síðastliðnum vetri, með vitund umhverfisráðuneytisins og Sandgerðisbæjar. Þessar viðræður hafa legið niðri um nokkra hríð meðan beðið er eftir að HÍ móti stefnu sína varðandi starfsemi á landsbyggðinni, eins og þeir nefna það. Ég held að ég geti fullyrt að allir viðkomandi aðilar hafi fullan hug á að standa að áframhaldandi öflugu vísinda- og fræðistarfi hér í Sandgerði, og reka þessa merkilegu Rannsóknastöð saman. Næg eru verkefnin - og við skulum hafa lífsskoðun doktor Altungu í Birtingi að leiðarljósi.
Lokaorð
Ég vil nota þetta tækifæri og þakka, fyrir hönd verkefnisstjórnar öllum þeim mörgu aðilum sem veitt hafa verkefninu brautargengi með fjárframlögum og vinnu og ekki síst Sandgerðingum sem hafa reynst okkur betri en enginn. Ég vona að það góða samstarf haldi áfram og að þetta litla fyrirtæki eigi eftir að reynast vel. Sandgerðisbær á heiður skilinn fyrir hans hlut í að gera þetta ævintýri að veruleika. Og ég vona svo sannarlega að áræði íbúanna hér og framsýni eigi eftir að bera enn ríkulegri ávöxt.
Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki Rannsóknastöðvarinnar fyrir frábært starf og áhöfninni á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, sem hér er og hefur lagt okkur ómetanlegt lið. Og ekki má ég gleyma þeim þremur sérfræðingum sem borið hafa hita og þunga af daglegum rekstri verkefnisins, þeim Sigmari Steingrímssyni (Hafró), sem hefur haft umsjón með sýnatökunni og gagnagrunni í samvinnu við Guðmund Guðmundsson (NÍ), en Guðmundur hefur einnig haft umsjón með safnaþættinum og allri greiningarvinnu, þar á meðal samskipti við erlenda vísindamenn, og síðast en ekki síst Guðmundi Víði Helgasyni sem hefur haft umsjón með daglegum rekstri Rannsóknastöðvarinnar.
Myndin: Frá afmælisfagnaði BIOICE í gær.