Börnum með lús sé haldið heima
Á haustin þegar skólarnir hefjast vill bera á því að lúsin komi í heimsókn. Foreldrar og forráðamenn barna fá þá reglulega tilkynningar um að lúsin hafi skotið sér niður.
Í bréfi frá skólastjórnanda í Reykjanesbæ eru forráðamenn barna beðnir um að tilkynna til skóla ef barn fær lús.
„Þetta er mjög mikilvægt þar sem auðvelt er að losna við lúsina úr skólanum ef við vitum af henni. Ef barn er með með lús mælumst við til þess að það verði heima þar til lúsinni hefur verið útrýmt, þar sem hún er bráðsmitandi,“ segir í bréfinu.