Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Börn úr Sandgerði í stórhættulegri ævintýrabók
Mánudagur 14. mars 2016 kl. 12:23

Börn úr Sandgerði í stórhættulegri ævintýrabók

Nemendur Grunnskóla Sandgerðis verða gerð að persónum í stórhættulegri ævintýrabók, Bernskubrek Ævars vísindamanns: Vélmennaárásin, sem kemur út í apríl.

Í morgun var dregið í lestrarátaki Ævars vísindamanns, sem stóð frá 1. janúar-1. mars. Eftir talningu á innsendum lestrarmiðum kom í ljós að um 54 þúsund bækur voru lesnar í átakinu, en allir krakkar í 1.-7. bekk máttu taka þátt.

Þátttakan var framar öllum vonum, stærstur hluti gunnskóla landsins sendi inn lestrarmiða, sem og Gladsaxeskóli í Danmörku, en þar stunda íslenskir krakkar nám.

Krakkarnir sem dregnir voru úr lestrarátakspottinum eru í Grunnskólanum í Sandgerði, Laugarnesskóla, Hörðuvallaskóla, Árskóla Sauðárkróki og Hríseyjarskóla.

Í fyrra voru rúmlega 60 þúsund bækur lesnar á fjórum mánuðum í sama átaki, sem þýðir að tæpar 115 þúsund bækur hafa nú verið lesnar í lestrarátökum Ævars.

Lestrátak Ævars vísindamanns er hugarfóstur Ævars Þórs Benediktssonar, unnið þetta árið í samstarfi við Forlagið, Landsbankann, Ibby, Sorpu, 123Skóla, Menntamálastofnun, Odda, RÚV, Ikea og Heimili og skóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024