Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Borgarráð samþykkir sölu OR til Helguvíkuráls
Fimmtudagur 28. júní 2007 kl. 15:23

Borgarráð samþykkir sölu OR til Helguvíkuráls

Raforkusala Orkuveitu Reykjavíkur til væntanlegs álvers í Helguvík var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur í dag með 4 atkvæðum gegn 3, en stjórn Orkuveitunnar staðfesti samninginn í byrjun mánaðarins.

Þetta kemur fram á www.mbl.is í dag

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna lýstu sig mótfallin gegn þessari hugmynd. Samfylking taldi ekki rétt að samþykkja hugsanleg viðskipti á meðan óljóst væri hvort OR væri bundið af samningi um að selja 200MW til stækkunar álvers í Straumsvík.

Fulltrúi Vinstri Grænna segir í sinni bókun, að samningurinn sé hluti af ríkjandi stóriðjustefnu sem VG hafi barist gegn um langa hríð. Ekki verði séð að álbræðsla í Helguvík, með tilheyrandi mengun, náttúruspjöllum og efnahagsáhrifum sé brýnasta verkefni forríkrar þjóðar.

Af www.mbl.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024