Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Borgaraleg skylda að flokka sorp?
Þriðjudagur 8. júlí 2008 kl. 16:48

Borgaraleg skylda að flokka sorp?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja tók þátt í samsarfsverkefni til kanna viðhorf Íslendinga ma. til flokkunar sorps. Í könnuninni kom fram að 20% Íslendinga flokka lítið sem ekkert og eru neikvæðir eða afskiptalausir gagnvart flokkun.

Í rannókninni kom í ljós að Íslendingar eru meðalgóðir flokkarar. Þeir sem flokka ekki finnst flokkun vera of mikil fyrirhöfn eða telja sig ekki hafa pláss heima. Aðrir telja tilgangslaust að flokka vegna þess að það skipti ekki máli fyrir umhverfið. Flestir myndu flokka meira ef sorpið væri sótt heim. Þeir sem flokka segjast leggja sitt af mörkum til að draga úr mengun og sóun náttúruauðlinda en aðrir líta á það sem borgaralega skyldu sína.

Konur hafa jákvæðari viðhorf til flokkunar
Langflestir sögðust alltaf flokka drykkjarumbúðir með skilagjaldi og ýmsa nytjahluti, spilliefni og rafhlöður frá venjulegu heimilissorpi.
Konur hafa talsvert jákvæðari viðhorf til flokkunnar en karlar og þeir sem eldri eru hafa einnig jákvæðari viðhorf en þeir yngri.
Þeir sem hafa minni heimilistekjur eru almennt jákvæðri til flokkunar en þeir sem hafa hærri tekjur.

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. rekur þrjár gámastöðvar við Kölku, í Grindavík og Vogum. Þar gefst almenningi kostur á að koma með forflokkaðan úrgang til endurvinnslu og/eða eyðingar endurgjaldslaust.

Almenningi gefst kostur að leita ráða hjá starfsmanni á gámastöðunum um flokkun úrgangs og staðsetningu íláta en allar gámastöðvar eru mannaðar.

sjá nánar á www.kalka.is

[email protected]