Borgarafundur um tvöföldun Reykjanesbrautar haldinn í febrúar
Í dag, 11. janúar, eru 4 ár liðin síðan fjölmennur borgarafundur var haldinn í Stapa að frumkvæði áhugahóps um örugga Reykjanesbraut. Á fundinn mættu um eitt þúsund manns til að þrýsta á yfirvöld um að tvöfalda Reykjanesbraut sem allra fyrst. Nú fjórum árum síðar hefur um helmingur leiðarinnar verið tvöfaldur en framkvæmdir liggja nú niðri og formleg niðurstaða um hvenær seinni hlutanum verði lokið liggur ekki fyrir. Áhugahópurinn hefur á síðustu mánuðum átt fundi með Samgönguráðherra, Sturlu Böðvarsyni, og þingmönnum kjördæmisins. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir áhugahópsins til samgönguráðherra að mæta á nýjan borgarafund í dag 11. janúar taldi ráðherrann sig ekki geta orðið við því enda myndi niðurstaða um framhaldið ekki liggja fyrir á þeim tímapunkti. Nú hefur Samgönguráðherra aftur á móti samþykkt að mæta á borgarafund með áhugahópnum 11. febrúar n.k. sem ber að fagna enda gefa fyrri ummæli ástæðu til að reikna með að ráðherrann kynni þar niðurstöðu sína enda mun vegaáætlun ríkisstjórnarinnar liggja fyrir nú í lok þessa mánaðar.
„Loksins er komið að þeim tímapunkti þar sem samgönguráðherra gerir grein fyrir framhaldi verksins og áætluðum verklokum," sagði Steinþór Jónsson, formaður áhugahópsins í samtali við Víkurfréttir í dag. „Við höfum ástæðu til að vænta jákvæðrar niðurstöðu á þessum fundi enda liggur mikilvægi verkefnisins ljóst fyrir og þann skilning hefur samgönguráðherra deilt með okkur frá fyrsta degi. Vilji allra þingmanna á fundinum 2001 var mjög skýr en þar voru ártölin 2004 og 2005 nefnd sem sá tími sem tvöföldun lyki og höfum við því enn tækifæri til að sjá þann draum rætast á réttum tíma."
Á fundinum er gert ráð fyrir ræðu samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar ásamt stuttum ávörpum þingmanna kjördæmisins en síðan munu þeir allir svara spurningum úr sal. Þá má búast við einhverjum skemmtilegum uppákomum í anda verksins. Búast má við miklum fjölda á fundinn en formaður áhugahópsins skorar á alla sem mættu á fundinn fyrir fjórum árum að koma aftur og taka nú vini sína með sér!
„Þessi fundur er ekki síður mikilvægur en sá fyrri því áríðandi er að sá raunverulegi stuðningur sem framkvæmdin hefur komi skýrt fram á fundinum," segir Steinþór og bætir við. „Við félagarnir í áhugahópnum sem leitt höfum vinnuna út á við höfum síðustu fjögur ár unnið verkinu framgang í anda fundarins sem var einn fjölmennasti borgarafund landsins á sal. Það er ekkert annað sem hefur hjálpað okkur meira í baráttunni en þessi mikli fjöldi og sá kraftur sem allir sem þar mættu skynjuðu. Við skorum því á alla að merkja við daginn og gera ráðstafanir til að mæta á ný í Stapann eftir réttan mánuð. Undirbúningur fundarins fer nú á fulla ferð en á næstu dögum munum við hitta þingmennina okkar, formann samgöngunefndar og fleiri aðila sem máli skipta. Með þessa einstaklinga í okkar liði getum við tryggt niðurstöðu sem allir geta fagnað."
Á heimasíða áhugahópsins um tvöföldun Reykjanesbrautar á slóðinni www.steini.is/reykjanesbraut má finna á annað hundrað fréttir og greinar um verkefnið allt frá árinu 1998. Á næstu dögum verður opnaður borði á forsíðu Víkurfrétta þar sem verður listi fyrir þá aðila sem vilja skrá sig á fundinn og skora með því um leið á aðra að mæta og klára málið.
„Loksins er komið að þeim tímapunkti þar sem samgönguráðherra gerir grein fyrir framhaldi verksins og áætluðum verklokum," sagði Steinþór Jónsson, formaður áhugahópsins í samtali við Víkurfréttir í dag. „Við höfum ástæðu til að vænta jákvæðrar niðurstöðu á þessum fundi enda liggur mikilvægi verkefnisins ljóst fyrir og þann skilning hefur samgönguráðherra deilt með okkur frá fyrsta degi. Vilji allra þingmanna á fundinum 2001 var mjög skýr en þar voru ártölin 2004 og 2005 nefnd sem sá tími sem tvöföldun lyki og höfum við því enn tækifæri til að sjá þann draum rætast á réttum tíma."
Á fundinum er gert ráð fyrir ræðu samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar ásamt stuttum ávörpum þingmanna kjördæmisins en síðan munu þeir allir svara spurningum úr sal. Þá má búast við einhverjum skemmtilegum uppákomum í anda verksins. Búast má við miklum fjölda á fundinn en formaður áhugahópsins skorar á alla sem mættu á fundinn fyrir fjórum árum að koma aftur og taka nú vini sína með sér!
„Þessi fundur er ekki síður mikilvægur en sá fyrri því áríðandi er að sá raunverulegi stuðningur sem framkvæmdin hefur komi skýrt fram á fundinum," segir Steinþór og bætir við. „Við félagarnir í áhugahópnum sem leitt höfum vinnuna út á við höfum síðustu fjögur ár unnið verkinu framgang í anda fundarins sem var einn fjölmennasti borgarafund landsins á sal. Það er ekkert annað sem hefur hjálpað okkur meira í baráttunni en þessi mikli fjöldi og sá kraftur sem allir sem þar mættu skynjuðu. Við skorum því á alla að merkja við daginn og gera ráðstafanir til að mæta á ný í Stapann eftir réttan mánuð. Undirbúningur fundarins fer nú á fulla ferð en á næstu dögum munum við hitta þingmennina okkar, formann samgöngunefndar og fleiri aðila sem máli skipta. Með þessa einstaklinga í okkar liði getum við tryggt niðurstöðu sem allir geta fagnað."
Á heimasíða áhugahópsins um tvöföldun Reykjanesbrautar á slóðinni www.steini.is/reykjanesbraut má finna á annað hundrað fréttir og greinar um verkefnið allt frá árinu 1998. Á næstu dögum verður opnaður borði á forsíðu Víkurfrétta þar sem verður listi fyrir þá aðila sem vilja skrá sig á fundinn og skora með því um leið á aðra að mæta og klára málið.