Borgarafundur: Mikil ánægja meðal þingmanna með ákvörðun ráðherra
Mikil ánægja er meðal þingmanna Suðurkjördæmis um þá ákvörðun samgönguráðherra að tvöföldun Reykjanesbrautar verði boðin út á vormánuðum. Margrét Frímannsdóttir afhenti Steinþóri Jónssyni formanni áhugahóps um örugga Reykjanesbraut og samgönguráðherra bleikar rósir frá þingmannahóp Suðurkjördæmis. Sagði Margrét við þetta tækifæri að þótt rósirnar myndu fölna en loforð ráðherra ekki.
Í kringum 500 manns mættu á fundinn og voru bornar fram fjölmargar fyrirspurnir til þingmanna og ráðherra.
Myndin: Samgönguráðherra smellir kossi á kinn Margrétar Frímannsdóttur fyrir bleiku rósirnar. VF-ljósmynd/Hilmar Bragi.