Borgarafundur í Stapanum á fimmtudag
Hagsmunasamtök heimilanna (HH) efna til borgarafundar fimmtudaginn 21. mars kl. 20:00 í Stapanum, Reykjanesbæ, undir yfirskriftinni "Fast er sótt á Suðurnesjamenn". Umræðuefni fundarins er slæm fjárhagsstaða heimila á Suðurnesjum, en þar eru nauðungarsölur hlutfallslega flestar á landinu. Sjá nánar í skýrslu velferðarráðuneytis "Nauðungarsala íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum 2001 – 2011" sem hægt er að nálgast hér.
Framsögumenn eru:
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Þórólfur Halldórsson, sýslumaður í Keflavík
Oddný Harðardóttir, þingmaður í suðurkjördæmi
Ólafur Garðarsson, formaður HH
Að framsögum loknum taka við pallborðsumræður þar sem fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram í Alþingiskosningum hefur verið boðið til þátttöku. Staðfestir þátttakendur eru: Oddný Harðardóttir (Samfylking), Inga Sigrún Atladóttir (VG) Sigurður Ingi Jóhannsson (Framsókn), Ragnheiður Elín Árnadóttir (Sjálfstæðisflokkur) Andrea J. Ólafsdóttir (Dögun), Guðmundur Franklín Jónsson (Hægri grænir), Þorvaldur Þorvaldsson (Alþýðufylkingin), Helgi Hrafn Gunnarsson (Píratar).