Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Borgaði fyrir enskuslettur með armbeygjum
Mánudagur 18. apríl 2011 kl. 10:01

Borgaði fyrir enskuslettur með armbeygjum

Hildigunnur Árnadóttir, félagsráðgjafi Grindavíkurbæjar, brá á leik með krökkum í 5. K í Grunnskóla Grindavíkur fyrir helgi. Fyrr í vetur hafa nemendur verið á ART-námskeiði þar sem Hildigunnur var ein af þremur kennurum þessarar vinsælu færni. Hún átti það til að sletta nokkrum sinnum á ensku og var því gert samkomulag að fyrir enskuslettur myndi hún taka armbeygjur. Þegar námskeiðinu lauk í lok mars skuldaði hún hópnum heilar þrjátíu armbeygjur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Sl. föstudag, síðasta kennsludag fyrir páskafrí, kom hún og greiddi sína skuld með miklum sóma. Hún tók allar þessar armbeygjur eins og að drekka vatn og hefði auðveldlega getað tekið sextíu. Sannkallað hraustmenni hún Hildigunnur sem stendur við sín loforð!


Á meðfylgjandi mynd má sjá Hildugunni njóta félagsskapar eins nemandans meðan á æfingum stóð.