Boranir í Trölladyngju undir væntingum
Boranir Hitaveitu Suðurnesja í Trölladyngju hafa ekki gefið þann árangur sem vænst var og hafa nú verið settar á bið. Hitaveitan íhugar tilraunaboranir í Krýsuvík á meðan vísindamenn átta sig betur á stöðunni í Trölladyngju, að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS.
Boranir hafa leitt í ljós að nægur jarðhiti er til staðar í Trölladyngju en kaldara innstreymi í holurnar ofar í holunum koma í veg fyrir að hægt sé að nýta þær. Meira fjármagni verður því ekki eytt í frekari boranir þar á meðan vísindamenn átta sig nánar á stöðunni.
Þrjú svæði í Krýsuvík koma til greina til tilraunborana og er verið að skoða það hvar vænlegast sé að byrja, að sögn Júlíusar. Þegar það liggur fyrir verði sótt um öll tilskilin leyfi.
Frá borsvæðinu í Trölladyngju. Mynd: HS