Borað eftir sjó við Vitann
Nú í vikunni fór fram sjóborun við hliðina á veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði. Þar verður dæla tengd við holuna sem kemur til með að streyma hreinum sjó í kerin með krabbanum og öðru sjávarfangi sem boðið er uppá hjá Vitanum.
Borað var 50 metra niður, en það var Árni Kóps hjá Vatnsborun sem sá um verkið.
Með þessum aðgerðum er verið að flytja allt lifandi sjávarfang sem staðsett hefur verið við Þekkingasetrið yfir í bakgarð Vitans, þar sem matargestir geta skoðað herlegheitin.