Bónus gaf milljón
Bónus afhenti þremur aðilum á Suðurnesjum samtals eina milljón króna í tilefni af opnun Bónus-verslunar á Fitjum í Njarðvík í morgun. Jóhannes Jónsson í Bónus afhenti gjafirnar en þær voru 400.000 kr. til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til að bæta aðbúnað sjúklinga, 400.000 kr. til menningar, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar til forvarnamála og 200.000 kr. til 8. flokks Njarðvíkur í körfuknattleik.Sigríður Snæbjörnsdóttir tók við gjöfinni fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Gunnar Oddsson tók við gjöfinni til Reykjanesbæjar og Ingólfur Ólafsson tók við gjöfinni til 8. flokks Njarðvíkur í körfuknattleik. Allir þessir aðilar sögðu stuðning Bónus koma sér mjög vel til starfseminnar.
Myndin: Frá afhendingu gjafanna í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Myndin: Frá afhendingu gjafanna í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson