Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bónus á Hafnargötuna?
Fimmtudagur 9. janúar 2003 kl. 15:44

Bónus á Hafnargötuna?

Sá orðrómur hefur verið á kreiki á Suðurnesjum í dag að verslunarhúsnæði 10-11 að Hafnargötu komi til greina sem ný Bónusverslun í Reykjanesbæ. Í samtali við Víkurfréttir sagði Guðjón Karl Reynisson framkvæmdastjóri 10-11 að hann hefði heyrt þennan orðróm: „Verslun 10-11 í Reykjanesbæ með Örn Valdimarsson í fararbroddi er ávallt að íhuga spennandi hluti, s.s. lengingu opnunartíma, hugsanlega 24 stunda opnun og fleiri hluti. Samkeppni milli 10-11 og annarra verslanakeðja Baugs er mikil og það er engan bilbug á okkur að finna,“ sagði Guðjón í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024