Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bóndadegi fagnað á Tjarnarseli
Föstudagur 24. janúar 2003 kl. 09:30

Bóndadegi fagnað á Tjarnarseli

Bóndadagur er í dag. Í tilefni dagsins buðu börnin á Tjarnarseli í Keflavík feðrum sínum í morgunmat milli kl. 8 og 9 í morgun. Boðið var upp á kaffi, ristað brauð og hákarl. Feður barnanna tóku vel í boðið og fjölmenntu á leikskólann í morgun. Á meðfylgjandi mynd er Árni Steinn, sem er á leikskólanum Tjarnarseli, með hákarlsbita. Að sjálfsögðu var hann við öllu búinn og fannst lyktin ekki góð.Þorramaturinn er einnig kominn í allar verslanir og má búast við að margir verði "súrir í bragði" í dag, bóndadag.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024