Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bólusetningar gefa von um betra atvinnuástand
Þriðjudagur 24. nóvember 2020 kl. 18:24

Bólusetningar gefa von um betra atvinnuástand

Atvinnuleysi heldur áfram að aukast og var 22,5% í Reykjanesbæ í lok október. Þetta kemur fram í gögnum menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar sem fundaði 18. nóvember síðastliðinn.

„Góðar fréttir um að bólusetningar geti hafist á fyrri hluta næsta árs gefa von um að ástandið verði tímabundið. Þessar góðu fréttir undirstrika mikilvægi þess að gætt verði að þessum hópi nú á næstu mánuðum og að sá kostnaður sem hann verður fyrir vegna sóttvarnarráðstafana og tímabundinna áhrifa þeirra á atvinnulíf fylgi honum ekki um ókomna tíð,“ segir í afgreiðslu fundarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024