Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Bólusetja gegn mislingum á HSS á laugardag
Föstudagur 15. mars 2019 kl. 16:00

Bólusetja gegn mislingum á HSS á laugardag

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fékk um 800 skammta af bóluefni gegn mislingum og hófst bólusetning í dag, föstudaginn 15. mars. Bólusetningum er að ljúka í dag en á morgun, laugardaginn 16. mars verður bólusett kl. 9-12 og 13-16.
 
Samkvæmt ákvörðun sóttvarnalæknis hjá Embætti landlæknis, skal bólusetja þá sem eru óbólusettir á aldrinum 12 mánaða til 49 ára, bóluefnið er þeim að kostnaðarlausu, en fullorðnir greiða fyrir komugjald.
 
Tímabókanir á heilsugæsluna í Reykjanesbæ fara fram á heilsuveru.is en einnig er hægt að bóka tíma í síma 422-0500. Vinsamlegast notið frekar tímabókun í Heilsuveru til að minnka álag á símkerfi stofnunarinnar.
 
Tímabókanir á heilsugæsluna í Grindavík fara fram í síma 422-0750 milli kl 8-15 alla virka daga. Ekki er verið að bólusetja þar um helgina.
 
Þeir aðilar sem hafa fengið eina bólusetningu eða eru eldri en 49 ára (fæddir fyrir 1970) eru ekki í forgangshópi og fá því ekki bólusetningu að sinni.
 
Ónæmisbældir einstaklingar þurfa að ráðfæra sig við sérfræðilækni sinn til að meta hvort viðkomandi eigi að fá bólusetningu en öllu jöfnu er reynt að forðast að gefa ónæmisbældum mislingasprautu.
 
HSS minnir á að það hefur enginn á Suðurnesjum greinst með mislinga.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024