Bóluefni gegn lungnabólgu búið á HSS
Bóluefni gegn lungnabólgu er ekki til á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja núna, vegna mikillar eftirspurnar.
„Mikilvægt er að hafa í huga að þessi bólusetning hefur ekki áhrif á hvort viðkomandi smitast af covid-19 eða fær lungnabólgu í kjölfar sýkingar af covid-19,“ segir á vef HSS.
„Bóluefnið er ekki fáanlegt hjá birgjum okkar og er ekki væntanlegt fyrr til landsins fyrr en í lok marsmánaðar,“ segir jafnframt.
Stofnunin bendir á facebook-síðu sína þar sem verður látið vita þegar HSS getur aftur boðið upp á þessa bólusetningu.