Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bollakökur í hundruðavís runnu ljúft í maga flugstöðvarfólks
Bollakakan rann ljúft ofan í Annel Þorkelsson lögreglumann og stórkylfing.
Fimmtudagur 19. febrúar 2015 kl. 01:00

Bollakökur í hundruðavís runnu ljúft í maga flugstöðvarfólks

Starfsmenn í flugstöð Leifs Eiríkssonar fengu glaðning í vikunni frá besta flugvelli í Evrópu 2014 þegar starfsmenn á skrifstofu Isavia færðu þeim „Cup cake“ eða bollaköku í tilefni af því að Keflavíkurflugvöllur var valinn besti flugvöllur í Evrópu á síðastliðnu ári. 

Þetta er niðurstaða úr viðamikilli þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er á öllum helstu flugvöllum um allan heim. Þetta er í þriðja sinn sem Keflavíkurflugvöllur hefur hlotið slíka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Árið 2009 var flugvöllurinn í efsta sæti í Evrópu og árið 2011 besti flugvöllur í Evrópu með færri en tvær milljónir farþega. Þá var flugvöllurinn valinn á heiðurslista samtakanna árið 2014 fyrir samfelldan árangur í þjónustukönnunum  frá árinu 2008.
Könnuninni er gerð á vegum alþjóðasamtaka flugvalla, Airports Council International, og svara farþegar spurningum ársfjórðungslega  um gæði fjölmargra þjónustuþátta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Starfsmenn á skrifstofu Isavia sprönguðu um flugstöðina og voru í góðu stuði þegar þeir færðu starfsmönnum þar nýbakaða og ljúffenga bollaköku - og þökkuðu þeim í leiðinni fyrir góða frammistöðu. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri.