Bókun vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árið 2003
Á fundi bæjarstjórnar sem haldinn var í gærkvöldi var fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2003 samþykkt. Nokkrar umræður um fjárhagsáætlunina og lagði minnihluti bæjarstjórnar fram eftirfarandi bókun:
Bókun vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árið 2003
Nýjar bókhaldsreglur og fasteignafélag
Sú fjárhagsáætlun, sem nú er til síðari umræðu, er á margan hátt frábrugðin eldri fjárhagsáætlunum. Breyttar bókhaldsreglur sveitarfélaga hafa m.a. leitt til ákvörðunar um stofnun einkahlutafélags um fasteignir bæjarins. Í framhaldinu er stefnt að þátttöku í stofnun fasteignafélags og setja þessar fyrirætlanir óneitanlega sinn svip á áætlunina. Stærri fjárfestingar eru merktar hinu nýja félagi en gert er ráð fyrir framkvæmdum fyrir tæpar 444 milljónir króna. Þegar niðurstöðutölur fjárhagsáætlunarinnar eru skoðaðar verður að hafa þann fyrirvara á að nokkur óvissa ríkir um það hver heildaráhrif þessarar félagastofnunar verður á niðurstöður rekstrarins hjá bænum.
Eignir notaðar til þess að fjármagna rekstur.
Niðurstöðutölur áætlunarinnar sýna að meirihlutinn hefur ákveðið að nota 125 milljónir, af þeim 450 milljónum sem áætlað er að fá með sölu eigna, til þess að fjármagna rekstur sveitarfélagsins. Slíkar aðgerðir benda til að menn hafi ekki full tök á rekstrinum. Það sjá allir að ekki er hægt að selja eignir til lengdar til að fjármagna reksturinn. Grípa þarf til annarra aðgerða. Til að snúa vörn í sókn þarf að stuðla að bættu atvinnulífi og auka útsvarstekjur. Jafnframt þarf að laða fólk, sem hér starfar en býr annars staðar, til þess að setjast hér að.
Ábyrgur minnihluti
Minnihlutinn er reiðubúinn til að vinna með meirihlutanum að bættri gerð fjárhagsáætlana og það sem meiru máli skiptir meðferð fjár í þeim tilgangi að ná fram sem mestum árangri fyrir íbúa bæjarfélagsins hverju sinni.
Reykjanesbær 10. des. 2002
Kjartan Már Kjartansson
Jóhann Geirdal
Ólafur Thordersen
Guðbrandur Einarsson
Sveindís Valdimarsdóttir
Bókun vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árið 2003
Nýjar bókhaldsreglur og fasteignafélag
Sú fjárhagsáætlun, sem nú er til síðari umræðu, er á margan hátt frábrugðin eldri fjárhagsáætlunum. Breyttar bókhaldsreglur sveitarfélaga hafa m.a. leitt til ákvörðunar um stofnun einkahlutafélags um fasteignir bæjarins. Í framhaldinu er stefnt að þátttöku í stofnun fasteignafélags og setja þessar fyrirætlanir óneitanlega sinn svip á áætlunina. Stærri fjárfestingar eru merktar hinu nýja félagi en gert er ráð fyrir framkvæmdum fyrir tæpar 444 milljónir króna. Þegar niðurstöðutölur fjárhagsáætlunarinnar eru skoðaðar verður að hafa þann fyrirvara á að nokkur óvissa ríkir um það hver heildaráhrif þessarar félagastofnunar verður á niðurstöður rekstrarins hjá bænum.
Eignir notaðar til þess að fjármagna rekstur.
Niðurstöðutölur áætlunarinnar sýna að meirihlutinn hefur ákveðið að nota 125 milljónir, af þeim 450 milljónum sem áætlað er að fá með sölu eigna, til þess að fjármagna rekstur sveitarfélagsins. Slíkar aðgerðir benda til að menn hafi ekki full tök á rekstrinum. Það sjá allir að ekki er hægt að selja eignir til lengdar til að fjármagna reksturinn. Grípa þarf til annarra aðgerða. Til að snúa vörn í sókn þarf að stuðla að bættu atvinnulífi og auka útsvarstekjur. Jafnframt þarf að laða fólk, sem hér starfar en býr annars staðar, til þess að setjast hér að.
Ábyrgur minnihluti
Minnihlutinn er reiðubúinn til að vinna með meirihlutanum að bættri gerð fjárhagsáætlana og það sem meiru máli skiptir meðferð fjár í þeim tilgangi að ná fram sem mestum árangri fyrir íbúa bæjarfélagsins hverju sinni.
Reykjanesbær 10. des. 2002
Kjartan Már Kjartansson
Jóhann Geirdal
Ólafur Thordersen
Guðbrandur Einarsson
Sveindís Valdimarsdóttir