Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 9. mars 2000 kl. 16:04

„Bókhaldsbrellur og óraunhæfar áætlanir“,

Ellert Eiríksson (D) bæjarstjóri lagði 3ja ára fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fram í síðustu viku og lagði til að hún yrði samþykkt. Minnihlutinn dró hins vegar í efa þær forsendur sem áætlunin er byggð á. Áætlunin var samþykkt með 7 atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn sat hjá. Í bókun minnihlutans segir m.a: „Að okkar mati er þó teflt á tæpasta vað og jafnvel út fyrir það í þeirri viðleitni að geta sýnt fram á afgang af rekstri til að greiða niðr hluta af þeim miklu skuldum sem stofnað hefur verið til...Það að gera ráð fyrir að skatttekjur bæjarins aukist um 16,6% frá árinu 2000 til 2003 er e.t.v. ekki svo óraunhæft, en að áætla að rekstur málaflokka hækki ekki nema um 2,8% á sama tíma, án niðurskurðar á ákveðnum liðum, er með öllu óraunhæf áætlun.“ Að sama skapi telur minnihlutinn að aðrir liðir séu ranglega áætlaðir og að þessir útreikningar séu ætlaðir til að slá ryki í augu þeirra sem hafa áhyggjur af fjármálastjórn meirihlutans. Reykaneshöllin var einnig til umræðu og minnihlutinn spáir því að rekstrarhalli hennar verði um 29 millj. kr. í ár, tæpar 27 millj. kr. á næsta ári og 23 millj. kr. árið 2003. „Fjárhagsvandi Reykjanesbæjar er mikill en honum verður ekki sópað undir teppið með bókhaldsbrellum eða framlagninga óraunhæfra áætlana“, segja fulltrúar minnihlutans. Skúli Þ. Skúlason (B) oddviti bæjarstjórnar, sagði að áætlunin væri vissulega byggð á ákveðnum forsendum. Hann teldi þær forsendur raunhæfar því þær væru byggðar á margra ára reynslu og ráðleggingum frá ríkisstofnunum. Eflaust ættu þó einhverjar skekkjur eftir að koma upp á yfirborðið. „Hvernig skilgreinir þú fjárhagsvanda?“, sagði Skúli og beindi orðum sínum til Jóhanns Geirdal (J). „Bærinn á fyrir skammtímaskuldum. Það er rétt að við höfum aukið skuldir og meirihlutinn er fullkomlega meðvitaður um skuldastöðuna. Markmið þessarar áætlunar er því að ná rekstrarkostnaði niður um 70%, sem er göfugt markmið. Við höfum lagt mikla vinnu í hvern einstakan lið þessarar áætlunar og unnið af heiðarleika og raunhæfni“, sagði Skúli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024