Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bókgerðarnámskeið á Bókasafni Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 23. ágúst 2017 kl. 12:32

Bókgerðarnámskeið á Bókasafni Reykjanesbæjar

Laugardaginn 26. ágúst frá klukkan 11 – 17 verður bókagerðanámskeið í Bókasafni Reykjanesbæjar. Listakonan Kolbrún Inga Söring heldur námskeiðið sem hugsað er fyrir einstaklinga og sem samverustund fjölskyldunnar. Kolbrún Inga er ættuð og uppalin í Keflavík en hefur búið erlendis sl. 12 ár þar sem hún hefur m.a. stundað nám við Hogeschool van Kunsten Utrecht í Hollandi.

Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig hægt er að búa til sína eigin bók frá grunni. Bækurnar verða alveg handunnar og kennd verða handtök við að brjóta, sauma, líma og festa bókakápur. Bókaformið er í dag uppáhalds listform Kolbrúnar en hún segir það tilvalið til að geyma gersemar á borð við ljóð, myndir og fleira sem hugurinn geymir. Námskeiðið er fyrir byrjendur og allt að fjögurra ára börn geta tekið þátt í fylgd með fullorðnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

,,Mig langar að kenna bókbindingu, svo að saman, getum við komið okkar eigin list í bók á hilluna.“ – Kolbrún Inga Söring

Skráningu má finna á vef bókasafnsins