Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bókasöfn á Suðurnesjum í samstarf
Föstudagur 27. apríl 2007 kl. 15:13

Bókasöfn á Suðurnesjum í samstarf

Almenningsbókasöfnin í Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum hafa gert samstarfssamning sem gerir lánþegum safnanna kleift að fá eitt skírteini sem gildir á öllum þremur bókasöfnunum. Samningurinn gengur í gildi þann 1. maí nk.

Öll söfnin eru tengd inn í Gegni, bókasafnskerfi Landskerfa bókasafna, sem gerir notendum auðveldara um vik að leita sér heimilda eða fróðleiks, og eykur verulega við þjónustu til handa notendum.

Söfnin í Sandgerði og Garði hafa komið að samningsviðræðunum, að því er fram kemur í frétt á www.grindavik.is og er vonast til þau komi inn í samstarfið þegar þau taka Gegni í notkun.

Mynd: grindavik.is: Forstöðumenn safnanna þriggja undirrita samninginn, f.v.: Guðrún Jónsdóttir, Lestrarfélaginu Baldri, Hulda Björk Þorkelsdóttir, Reykjanesbæ og Margrét R. Gísladóttir, Grindavík. 

Tengill: www.gegnir.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024