Bókasafnskerfi sem tengir landið
Samningur um nýtt upplýsingakerfi fyrir bókasöfn var undirritaður í Bókasafni Reykjanesbæjar í gær.
Björn Bjarnason, menntamálaráðherra og Marc Daubach, aðstoðarforstjóri Ex Libris undirrituðu samning um kaup á nýju upplýsingakerfi fyrir bókasöfnin í landinu. Nýja upplýsingakerfið Aleph 500 er framleitt af ísraelska hugbúnaðarfyrirtækinu Ex Libris og mun koma í stað Gegnis og Fengs kerfanna sem hingað til hafa verið notuð í sérfræðisöfnum og almenningsbókasöfnum á Íslandi. Aleph 500 mun jafna aðgengi landsmanna að uplýsingum og bæta aðstöðu til náms óháð búsetu. Sérfræðiþekking sem hingað til hefur verið staðsett á einum stað nýtist nú á landsvísu. Bókasöfnin geta, með þessu kerfi, uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til safnanna og geta aukið þjónustu við almenning. Lítil bókasöfn geta með þessu móti veitt sínum viðskiptavinum sömu þjónustu og landsbókasafn eða sérfræðibókasöfn annarsstaðar á landinu.
Ísland er fyrsta landið í heiminum sem nýtir sér þetta kerfi til að tengja saman öll bókasöfn í landinu. Reykjavíkurborg hefur nú þegar samþykkt þátttöku og aðild að hinu nýja kerfi og á menntamálaráðuneytið í viðræðum við fleiri sveitarfélög um aðild.
Björn Bjarnason, menntamálaráðherra og Marc Daubach, aðstoðarforstjóri Ex Libris undirrituðu samning um kaup á nýju upplýsingakerfi fyrir bókasöfnin í landinu. Nýja upplýsingakerfið Aleph 500 er framleitt af ísraelska hugbúnaðarfyrirtækinu Ex Libris og mun koma í stað Gegnis og Fengs kerfanna sem hingað til hafa verið notuð í sérfræðisöfnum og almenningsbókasöfnum á Íslandi. Aleph 500 mun jafna aðgengi landsmanna að uplýsingum og bæta aðstöðu til náms óháð búsetu. Sérfræðiþekking sem hingað til hefur verið staðsett á einum stað nýtist nú á landsvísu. Bókasöfnin geta, með þessu kerfi, uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til safnanna og geta aukið þjónustu við almenning. Lítil bókasöfn geta með þessu móti veitt sínum viðskiptavinum sömu þjónustu og landsbókasafn eða sérfræðibókasöfn annarsstaðar á landinu.
Ísland er fyrsta landið í heiminum sem nýtir sér þetta kerfi til að tengja saman öll bókasöfn í landinu. Reykjavíkurborg hefur nú þegar samþykkt þátttöku og aðild að hinu nýja kerfi og á menntamálaráðuneytið í viðræðum við fleiri sveitarfélög um aðild.