Bókasafn Reykjanesbæjar eflt sem upplýsingamiðstöð
Nefndir og ráð Reykjanesbæjar hafa síðustu daga og vikur verið að mynda sér starfsáætlanir fyrir næsta ár. Í menningar- og safnaráði hafa verið lagðar fram áætlanir fyrir árið 2002.Hulda Björk Þorkelsdóttir lagði fram starfsáætlun bókasafns og skjalasafns fyrir árið 2002. Megin áherslur eru þrjár; að efla safnið sem upplýsingamiðstöð, að markaðssetja bókasafnið og þá þjónustu sem þar er í boði, endurskoða þjónustutímann.
Sigrún Ásta byggðasafnsstjóri lagði fram verkefnalista byggðasafnsins fyrir árið 2002. Megin áhersla verður á opnun sýningar í Duus húsunum, koma innra starfi safnsins í ákveðinn farveg og vinna að stefnumótun safnsins. Byggðasafnið er opið 6 daga vikunnar í desember. Jólanna er minnst í safninu með ýmsu móti.
Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi lagði fram verkefnaáætlun menningarfulltrúa fyrir árið 2002. Megin áhersla verður lögð á að byggja upp menningarhúsnæði, að efla innra starf safnanna, að stuðla að fjölbreyttu menningarlífi og markaðssetningu þess.
Sigrún Ásta byggðasafnsstjóri lagði fram verkefnalista byggðasafnsins fyrir árið 2002. Megin áhersla verður á opnun sýningar í Duus húsunum, koma innra starfi safnsins í ákveðinn farveg og vinna að stefnumótun safnsins. Byggðasafnið er opið 6 daga vikunnar í desember. Jólanna er minnst í safninu með ýmsu móti.
Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi lagði fram verkefnaáætlun menningarfulltrúa fyrir árið 2002. Megin áhersla verður lögð á að byggja upp menningarhúsnæði, að efla innra starf safnanna, að stuðla að fjölbreyttu menningarlífi og markaðssetningu þess.