Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bókaflóð í Heiðarskóla
Mánudagur 14. nóvember 2011 kl. 15:12

Bókaflóð í Heiðarskóla

Nú er að fara af stað skemmtilegt verkefni í Heiðarskóla í Reykjanesbæ en nýlega kom upp sú hugmynd hjá nokkrum foreldrum nemenda að efla og stækka bókakost skólasafnsins. Skólinn leitar nú til allra sem tengjast skólanum eða vilja leggja verkefninu lið og hvetur þá til að gefa bók eða bækur sem geta nýst nemendum skólans vel.

Allar bækur eru vel þegnar. Einn af foreldrunum sem standa fyrir verkefninu sagði í samtali við Víkurfréttir að vonum yrði til þess að þetta verði sannkallað bókaflóð en haldið verður upp á lok söfnunarinnar á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar.

Að sögn gengur verkefnið vel og eru flestir afar jákvæðir að leggja því lið. 8.bekkur Heiðarskóla heldur utan um þetta flotta verkefni og mun sigla því farsællega í höfn.


Facebook-síða bókasöfnunarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024