Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bókabúð Grindavíkur 40 ára
Föstudagur 26. nóvember 2004 kl. 12:15

Bókabúð Grindavíkur 40 ára

Bókabúð Grindavíkur fagnaði þeim merka áfanga að halda uppá  40 ára starfsamæli þann 24. nóvember sl. Mikill fjöldi gesta og gangandi litu við og þáðu veitingar. Heitt var á könnunni og bakkelsi með. Eigendur frá upphafi eru þau hjónin Halldór Ingvason og Helga Emilsdóttir.

Helga sagðist vel muna eftir upphafi bókabúðarinnar. „Kaupfélagið hafði ákveðið að hætta með bóksölu og leyfið var laust.  Halli var fyrir norðan á síld og ég sótti um og fékk úthlutað leyfinu,“ segir Helga. Fyrsta verslunin var staðsett í kjallaranum á Vesturgötu 6 en fluttist þaðan í litlu búðina að Ási á Víkurbrautinni. Um það leyti er Halldór tók við Olís versluninni við Hafnargötu fluttu þau starfsemina þangað. Þann 24. nóvember árið 1984 flutti verslunin í núverandi húsnæði í verslunarmiðstöðinni við Víkurbraut. Helga segir að grunnurinn að svo löngu og farsælu starfi sé fyrst og fremst góðu og tryggu starfsfólki að þakka, ásamt velvilja bæjarbúa.

VF-ljósmynd: Þorsteinn G. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024