Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Fréttir

Boeing MAX vélarnar fóru í loftið frá Keflavíkurflugvelli - myndskeið af flugtaki
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 11. október 2019 kl. 10:36

Boeing MAX vélarnar fóru í loftið frá Keflavíkurflugvelli - myndskeið af flugtaki

Boeing 737 MAX vélar Icelandair fóru í loftið í morgun frá Keflavíkurflugvelli um kl. 9. Fyrsta vélin, Mývatns TF-ICN, tók þá á loft og er henni flogið til Lleida í Katalóníu á Spáni. Flugstjóri er Þórarinn Hjálmarsson en hann er alilnn upp í Keflavík.

Næsta vél sem fór var Búlandstindur TF-ICO sem einnig flaug til Spánar. Alls verður fimm MAX vélum flogið í betra loftslag fyrir veturinn.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Sigurður Magnússon tók meðfylgjandi myndir og myndskeið sem við fengum að birta hér á vf.is.

Skemmtilegar myndir Sigurðar frá Keflavíkurflugvelli í morgun, föstudag.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25