Boeing 757 gat ekki lent í Keflavík
Boeing sjö fimm sjö þota Icelandair, sem var að koma frá Moskvu, gat ekki lent í Keflavík vegna hvassviðris. Vélinni hefur því verið snúið til Reykjavíkur og á hún að lenda þar síðar í kvöld. Í vélinni eru hátt í tvö hundruð Rússar sem hyggjast eyða áramótunum hér á landi, samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins.
Mynd: Séð yfir Reykjanesbæ fyrir fáeinum mínútum. Þar hefur snjóað mikið í kvöld en síðustu mínútur hefur snjókoman verið að breytast í slyddu. Mynd af vefmyndavél í Tjarnahverfi í Reykjanesbæ.