Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Böðvar ætlar ekki í framboð
Mánudagur 21. ágúst 2006 kl. 10:11

Böðvar ætlar ekki í framboð

Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, ætlar ekki að gefa kost á sér á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingskosningarnar næsta vor. Böðvar hefur að undanförnu verið orðaður við hugsanlegt framboð en tekur af öll tvímæli með orðsendingu sem hann sendi frá sér í morgun.

Böðvar segir ástæðurnar nokkrar en þyngst vegi þó þau verkefni og störf á vettvangi sveitarstjórnarmála sem hann hefur í Reykjanesbæ. Þeim störfum telji hann sig ekki geta sinnt af sömu alúð ef hann tæki sæti á Alþingi.

„Ég er afar þakklátur fyrir þá hvatningu og stuðningsyfirlýsingar sem ég hef fengið frá flestum ykkar og met þær mikils.
Við skulum vinna saman að góðum framgangi Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. Niðurstaða okkar í Suðurkjördæmi síðasta vor gefur góða von um framhaldið. Ég mun leggja mitt af mörkum í þeirri baráttu þrátt fyrir að vera ekki í framboðshópnum.“ segir Böðvar í orðsendingunni sem hann sendi flokkssystkinum sínum í morgun.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25